Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 33
aðilja bær að úrskurða mótmælin. Hraðritarinn hefir aðeins heimild til eiðtöku, hraðritunar og útgáfu og staðfestingar á endurriti af yfir- heyrslum. Þess vegna er sá háttur á hafður, að vitni á að svara spurn- ingum, þótt þeim sé mótmælt, en viðkomandi dómari úrskurðar síðar um það, þegar endurrit af yfirheyrslunni er lagt fyrir hann, hvort spurning á rétt á sér eða ekki og lætur strika út úr eftirritinu þær spurningar og svör, sem hann úrskurðar ólöglegar. Kemur þetta efni ekki til vitundar kviðdómenda, þegar þessi sönnunargögn eru birt þeim með upplestri í réttarsalnum. Þegar endui'rit af „depostition“ hefir ver- ið lesið í réttinum, hefir það sama sönnunargildi í máli og vitnin hefðu sjálf mætt í réttarhaldinu til vitnisburðar. Að lokum vil ég víkja stuttlega að því, hvernig ég tel að hraða megi meðferð einkamála í héraði hér á landi. Ég hefi áður verið spurður þessarar spurningar. Það var í kvöldverðarboði, sem borgardómarar í San Francisco héldu mér. Þá ávarpaði einn dómarinn mig í léttum dúr og sagði: „Tell me Judge Thoroddsen, have we been teaching you any- thing worth while, except drinking Dry Martinis". Ég sagði honum, að ég hefði getað þröngvað niður einum eða tveimur, áður en ég kom utan, en að öðru leyti svaraði ég á þá leið, að námsför mín til Bandaríkjanna hefði gefið mér ákveðnar hugmyndir um það, hvernig hraða mætti af- greiðslu einkamála á Islandi. Þær voru þessar: 1. Leggja á niður úrskurðarformið og taka þess í stað upp munnlegar ákvarðanir dómara. 2. Lögbjóða á vitnastefnur sem ófrávíkjanlégu reglu. 3. Taka á yfirheyrslur upp á talvélar og láta málflutning fara fram í beinu framhaldi af þeim, án þess að vélrita af talvélinni. Það sé því aðeins gert, að máli sé áfrýjað. 4. Stytta á dóma verulega. 5. Taka á upp greiðvirka meðferð á smámálum, þar sem framburðir væru ekki varðveittir og dómari gæfi niðurstöðuna eina án rök- stuðnings. Grein þessi er byggð á erindi, sem flutt var á aðalfundi Dómarafélags Islands 25. október 1974. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.