Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Blaðsíða 37
Frá La adeild lláskólans DEILDARFRÉTTIR 1. Nýskipan laganáms Háskólaárið 1974—1975 var 5. og síðasta námsár fyrsta stúdentsárgangs- ins, er stundar laganám eftir reglugerðarákvæðum þeim, sem tóku gildi á ár- inu 1970, (sbr. auglýsingu nr. 81/1970 um staðfestingu forseta íslands á breyt- ingu á reglugerð nr. 76/1958 fyrir Háskóla islands, og nú augl. nr. 63/1975). Um nýmælin, sem felast í auglýsingu þessari má lesa í grein prófessors Þórs Vilhjálmssonar „Breytingar á laganámi" í Úlfljóti 1970, bls. 251—262. Eins og þar kemur fram skiptist laganám nú i 3 hluta. Ætlast er til, að stúdentar Ijúki 1. hluta prófi eftir tveggja ára nám, 2. hluta prófi eftir fjögurra ára nám og 3. hluta prófi (sem jafnframt er lokapróf) eftir 5. námsárið í deildinni. Fyrstu 4 námsárin er náms- og prófsefni nemenda hið sama, en á 5. ári gefst stúdentum kostur á að velja sér námsgreinar. Valfrelsi stúdenta er tvíþætt. I fyrsta lagi er stúdent skylt að velja tvær af svonefndum bundnum kjörgreinum, en þær eru alls tíu. í öðru lagi skal stúdent skjósa sér eina aðalkjörgrein (aðalkjörsvið). Er stúdent alveg óbundinn um, hvaða námsgrein í lagadeild hann velur. Nám í aðalkjörgreinum er æskilegt að hefja sem fyrst, en á háskólaárinu 1974—1975 byrjuðu stúdentar almennt ekki að fást við aðalkjör- grein sína, fyrr en að loknum prófum í bundnum kjörgreinum. Á deildarfundi 8. marz 1974 setti lagadeild, skv. heimild í reglugerð, sér- stakar reglur um kjörnám stúdenta á 5. ári. Kennsla í bundnu kjörgreinunum hófst í byrjun október 1974 og lauk almennt í byrjun desember með munnlegu prófi. Sérstakur kennari hefur umsjón með hverri kjörgrein, en algengt er, að fleiri en einn kennari annist kennslu og leiðbeiningar í hverri grein. Kenn- arar í félagarétti voru Hjörtur Torfason hrl., Páll Skúlason bókavörður og borgardómararnr Hrafn Bragason og Stefán Már Stefánsson. Kennari í hag- fræði var Helgi V. Jónsson borgarendurskoðandi. Opinbera stjórnsýslu kenndi Ásgeir Thoroddsen hagsýslustjóri auk umsjónarkennara. Auk umsjónarkenn- ara í skattarétti kenndu þá grein Bergur Guðnason cand. jur., Guðmund- ur Magnússon prófessor í viðskiptadeield, Lúðvík Ingvarsson prófessor, Guð- mundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri og Páll Skúlason bókavörður. Að- sókn að bundnum kjörgreinum var mismunandi mikil. Fara hér á etfir nöfn umsjónarkennara og fjöldi stúdenta í hverri grein haustið 1974: 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.