Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Síða 42
endurskoða frumvarpið með tilliti til þeirra athugasemda, sem fram höfðu
komið. Nefnd þessa skipuðu Ingimar Sigurðsson stjórnarráðsfulltrúi og
alþingismennirnir Ellert B. Schram og Halldór Ásgrímsson. Skyldi sú nefnd
endurskoða frumvarpið með hliðsjón af tveimur meginatriðum: 1) að nauð-
synleg væri ný löggjöf, þar sem lögin frá 1935 og 1938 væru löngu orðin
úrelt og ófullnægjandi. 2) að mögulegt yrði að gera frumv. að lögum á þessu
nýafstaðna þingi. Þessu endurskoðaða frumvarpi var síðan vísað til þingnefnd-
ar, sem gerði nokkrar breytingatillögur.
Meginbreytingin, sem gerð var í þessu endurskoðaða frumvarpi, var sú
breyting, sem gerð var á 9. gr. upphaflega frumvarpsins. Skyldi fóstureyðing
nú heimil af vissum félagslegum ástæðum og af læknisfræðilegum ástæðum,
en ákvæðið um, að fóstureyðing yrði heimiluð eingöngu að ósk konu, var fellt
niður. Til þess að aðgerð geti farið fram, verður að liggja fyrir greinargerð
tveggja lækna,, sé um að ræða fóstureyðingu af læknisfræðilegum ástæðum,
en greinargerð læknis og félagsráðgjafa, sé um að ræða fóstureyðingu af
félagslegum ástæðum. Skv. þessu getur aðgerðarlæknir synjað um fóstur-
eyðingu, sjái hann enga frambærilega ástæðu fyrir nauðsyn aðgerðar. Telji
konan úrskurð læknisins rangan, getur hún áfrýjað honum til nefndar þriggja
manna, sem úrskurðar ágreiningsefnið innan viku.
Með þeim breytingum, sem heilbrigðis- og trygginganefnd neðri deildar
gerði á frumvarpinu, var það samþykkt á Alþingi, og eru nú gildandi lög nr.
25/1975. Við gildistöku lagannan féllu niður I. nr. 38/1935 og I. nr. 16/1938.
Hinsvegar munu þó ákvæði 1.16/1938 um afkynjanir halda gildi sínu.
Kristjana Jónsdóttir.
NORRÆNT HÖFUNDARRÉTTARÞING í FINNLANDI
í hinu nýja og glæsilega menningarsetri Finna og Svía, Hanaholmen við
Helsingfors, var dagana 9.—11. júní sl. haldið fjölmennt þing um höfunda-
réttarmál, hið fyrsta, sem haldið hefur verið á Norðurlöndum. Frumkvæði að
þinghaldi þessu áttu höfundaréttarfélögin i Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Dan-
mörku, en hið finnska félag sá um allan undirbúning og framkvæmd.
Auk fjölmenns hóps fulltrúa frá öllum Norðurlöndunum fimm sóttu þingið
fjöldi erlendra gesta, þ. á m. frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, svo og
sendimenn frá hinum ýmsu alþjóðastofnunum, sem fara með höfundaréttarmál.
íslensku höfundaréttanefndinni hafði verið boðið til þingsins, en hana skipa
dr. Gaukur Jörundsson prófessor, sem er formaður nefndarinnar, prófessor
Þór Vilhjálmsson, Björn Bjarman rithöfundur, Knútur Hallsson skrifstofustjóri
og Sigurður Reynir Pétursson. Nefnd þessi er menntamálaráðherra til ráðu-
neytis um höfundaréttarmál skv. 58. gr. hinna nýju höfundalaga frá 29. maí
1972. Þingið, sem stóð, eins og að framan getur, í þrjá daga, var að mínum
dómi mjög gagnlegt og ánægjulegt. Margt merkt og áhugavert kom þar fram
og umræður urðu á stundum fjörugar og heitar, þar sem skoðanir manna féllu
eigi ávalt í einn og sama farveg. Einkum átti þetta við um umræður síðasta
daginn, er rætt var um grundvallarrök höfundaréttarins og hlutverk hans og
þýðingu í nútíma þjóðfélagi. Umræðum þennan dag stjórnuðu af röggsemi
36