Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Qupperneq 46
NÝIR HÆSTARÉTTARLÖGMENN Hákon Árnason 14. marz 1972 Sigurður Gizurarson 14. marz — Jón Oddsson 15. maí — Hörður Einarsson 21. júní — Ólafur Ragnarsson 21. júní — Þorsteinn Geirsson 21. júní — Jón E. Ragnarsson 27. febr. 1973 Jón Ólafsson 12. apríl — Jón Þorsteinsson 22. okt. — Jóhann Níelsson 5. des. — Knútur Bruun 13. des. — Sigurður Hafstein 22. febr. 1974 Einar Sigurðsson 25. febr. — Skúli Pálsson 15. marz — Kristinn Ólafsson 28. maí 1975 27. NORRÆNA LÖGFRÆÐINGAÞINGIÐ Eins og kunnugt er, verður27. norræna lögfræðingaþingið haldið í Reykjavík 20.—22. ágúst n.k. Var rækilega frá því greint í fréttagrein eftir dr. Ármann Snævarr hrd. í síðasta hefti tímaritsins. Frestur til að tilkynna þátttöku er nú liðinn og hafa 697 erlendir lögfræðingar og 416 makar þeirra látið skrá sig. Er þetta mun stærri hópur en fyrirfram var búist við. Þó mun takast að útvega gistirými fyrir alla, en margir munu búa á heimilum, sem Ferðaskrifstofa ríkis- ins vísar á. Hins vegar hafa því miður færri íslendingar látið skrá sig til þátt- töku en vænst var. Mun því enn tekið við þátttökutilkynningum. Má koma þeim til framkvæmdastjóra þingsins, Birgis Guðjónssonar, Samgönguráðuneytinu, eða til stjórnar Islandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna, en formaður hennar er dr. Ármann Snævarr. Hér er um stórt þing að ræða, og þurfa því sem allra flestir íslenskir lögfræðingar að eiga hlut að því, svo að það takist í alla staði vel. Þá má að sjálfsögðu sækja þangað fróðleik um mörg mikilvæg mál og kynnast þar forystusveit norrænna lögfræðinga. Þ. V. 40

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.