Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 11
iskrar lögfræði. Þess vegna kaus hann að hafa samvinnu við annan lögfræð- ing um rekstur skrifstofunnar til að fást við almenn lögfræðistörf, og vildi hann veg skrifstofunnar ávallt sem mestan á því sviði. Sjálfur var hann jafn- vígur til hvors starfsins, sem var. Fasteignasala féll einfaldlega betur að skaphöfn hans og eðliskostum. Ég þekkti Vagn vel eftir margra ára náið samstarf og tel hann í hópi mæt- ustu manna, sem ég hefi kynnst. Hann var dulur maður og dagsfarsprúður, manna kurteisastur og tillitssamastur, hlýr í viðmóti, hver sem í hlut átti, góðviljaður og greiðvikinn. Hann var víðsýnn maður og bjó yfir ríkri rétt- lætiskennd, laus við dómgirni um náungann og umtalsfrómur. Starf sitt hafði hann í hávegum og lagði sig fram um að rækja það sem bezt. Hann var strangheiðarlegur og bar í brjósti ríka ábyrgðartilfinningu gagnvart við- skiptamönnum sínum og féll fátt verr en ágreiningur og óánægja, ef upp komu, en oft vill brydda á slíku í fasteignaviðskiptum. Fláttskapur í viðskipt- um var honum sem eitur, en hann mat því meir orðheldni, raunsæi og fyrir- hyggju. Aldrei vissi ég hann viljandi gera á hlut nokkurs manns og honum var fátt fjær skapi en ágengni. Ósjaldan fórnaði hann fé fremur en una ágrein- ingi milli viðskiptamanna sinna. Þótt Vagn væri öðrum mönnum kurteisari og hógværari, var hann einarð- ur, ef því var að skipta og óhræddur að láta uppi skoðanir sínar. En prúð- mennskan brást honum aldrei. Vagn var harðgreindur maður og íhugull, hafði sjálfstæðar skoðanir á álita- efnum, sem hann lét til sín taka, og hvikaði lítt frá þeim. Vagn var félagslyndur, en laus við framagirni. Hann tranaði sér hvergi fram og var því aldrei í fararbroddi á félagsmálasviði. En hann hlaut að vera í fremstu röð í starfsgrein sinni, og er víst, að fáir hafa notið meira álits á því sviði. Hann var ávallt vel metinn í hópi lögfræðinga, enda hafinn yfir allar seyrur og viðsjár. Slíkir menn eru hverri starfsstétt þarfir og samfélaginu nýtastir þegna. Slíkra manna er gott að minnast. Vagn E. Jónsson var kvæntur glæsilegri konu, Laufeyju Hólm Sigurgarðs- dóttur, kennara, Sturlusonar, og konu hans, Viktoríu Bjarnadóttur. Mat hann konu sína mikils. Þau áttu tvö börn, Esther Brittu, kennara, og Atla, lögfræð- ing, sem síðustu árin hefur unnið á skrifstofu föður síns og mun annast rekstur hennar áfram. Bið ég honum velfarnaðar í því starfi og votta öllum ástvinum Vagns samúð mína. Gunnar M. Guðmundsson. 5

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.