Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Blaðsíða 14
Guðrún Erlendsdóttir hrl.: BARNARÉTTINDI Hugtakið barnaréttindi er í örri þróun og margbreytilegt. Það spannar yfir marga þætti, allt frá djúphugsuðum sálfræðilegum hug- tökum til einfaldra daglegra þarfa barna svo og til lagalegra réttinda þeirra. Þetta er hugtak, sem allar þjóðir ættu að hafa áhuga á, en þó eru mismunandi skoðanir á því í heiminum. Réttur til sálarlegs öryggis, til menntunar, til skynsamlegra forræðisúrskurða og umgengnisréttar, sýnir á hvaða þróunarstigi ríki er. Það er hægt að tala um þessi réttindi í hinum vestræna heimi, því að þar nýtur bæði þekkingar og úrræða, sem gera slík réttindi möguleg. En það væri fráleitt að tala um sum þessara réttinda í vanþróuðum löndum, þar sem aðalvandamálið er oft á tíðum að halda lífinu í börnunum. Af minnihlutahópum þjóðfélagsins hefur það tekið börnin lengstan tíma að fá viðurkennd réttindi sín. Börnin eru minnihlutahópur, ekki að því er fjölda snertir, heldur vegna þess að þau eru minni máttar í augum laganna. Þau hafa ekkert vald til að láta til sín heyra, og það er aðeins vegna góðvildar manna, sem taka upp málstað þeirra, að tekið er tillit til þeirra. Viðhorf þjóðfélagsins hefur verið að leysa öll lögfræðileg vandamál barna fyi'ir þau. Spurt er, hvað börnunum sé fyrir beztu, án þess að nokkurt tillit sé tekið til þeirrar staðreyndar, að barnið gæti átt viss réttindi, sem það gæti notað í eigin þágu. Mig langar að koma hér með dæmi: Maður er tekinn af heimili sínu gegn vilja sínum og látinn á annað heimili, þar sem hann ekki vill vera. Maður er tekinn og látinn á hæli gegn vilja sínum og haldið þar í 2 ár. 1 hvorugu þessara dæma fékk maðurinn að tala máli sínu eða hafa lögfræðing sér til aðstoðar, og ekki voru það dómstólar, sem með málin fóru, heldur stjórnskipaðar nefndir, sem töldu þessar ráðstaf- anir gerðar með hagsmuni mannsins í huga. Ég er hrædd um, að þessi dæmi yrðu útbásúnuð í fjölmiðlum sem ólögmæt frelsisskerð- ing, sem bryti í bága við stjórnarskrána, og talið yrði, að við byggjum 8

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.