Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 27
svipað og dómstóll í öllum störfum sínum.18) I heild má segja, að slíkar breytingar myndu skaða störf nefndanna, sem í reynd fjalla aðallega um félagsleg efni. Því virðist betra að finna einhverja aðra leið til að efla réttaröryggið. Að mínu áliti væri það best gert með því að taka úrskurðarvald barnaverndarnefnda úr þeirra höndum og færa það yfir til dómstólanna. Það má e. t. v. ségja sem svo, hvort þá sé ekki jafnframt hægt að fella barnaverndarnefndir niður, því að félagsmálastofnanir taki að sér í æ ríkara mæli bæði fjölskylduvernd og barnavernd. Á ráðstefnu um málefni yngstu borgaranna, sem haldin var í Reykja- vík í mars 1974, og sótt var af fólki, sem vinnur að barnaverndar- störfum víðsvegar á landinu, komu fram margar raddir um það, ekki sízt frá fulltrúum búsettum utan Reykjavíkur, að barnaverndarnefnd- ir væru ómissandi aðili til að fjalla um viðkvæm mál. Var þar ekki talið tímabært að leggja niður barnaverndarnefndir. Virðist því auð- sætt, að barnaverndarnefndir geta komið að góðu gagni með því að vinna að fyrirbyggjandi verkefnum, hinni eiginlegu barnavernd eða fjölskylduvernd. Sumir telja, að úrskurðarvald í barnavei’ndarmálefnum eigi að vera í höndum sérdómstóla, svonefndra ungmenna- eða fjölskyldu- dómstóla. Þeir áttu upptök sín í Bandaríkjunum laust fyrir síðustu aldamót, og eru nú nokkuð skiptar skoðanir um starfsemi þeirra. Nokkurrar óánægju hefur gætt með ungmennadómstóla, þar sem ekki er talið, að virtar hafi verið nægilega formreglur, og hafi því börn ekki notið réttaröryggis sem skyldi.19) Mun ég ekki fara nánar út í það hér. Mér virðist ástæðulaust að stofna sérdómstól til að fara með þessi mál. Hinir almennu dómstólar eiga að geta sinnt þessum mál- um. Slík mál eru ekki óþekkt fyrirbrigði hjá dómstólunum, sbr. fjöl- marga hæstaréttardóma. Margir munu telja, að það mæli gegn dóm- stólaleiðinni, að hún sé tímafrek og kostnaðarsöm. Við megum ekki gleyma því, að nefndaleiðin er líka ákaflega tímafrek, þannig að þar hallast kannske lítið á, og aldrei yrði það talið of dýrt, ef hægt er að bæta réttaröryggið með því. Ef dómstólaleiðin á að geta náð tilgangi sínum, þyrfti að fjölga dómurum til þess að hraða þessum málum. Þótt raddir hafi verið uppi um það, að hugtakið „festina lente“ eða flýttu þér hægt ætti einkar vel við um barnaverndarmál, vil ég 18) Sjá nánar Gerd Benneche: Rettsikkerheten i barnevernet, bls. 269. 19) Sjá bókina Justice for the Child, útg. af Margaret Keeney Rosenheim, sérstak- lega ritgerðir eftir Orman W. Ketcham og Paul W. Alexander. 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.