Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1976, Page 28
þó leyfa mér að halda því fram, að slíkur seinagangur geti haft afar skaðvænlegar afleiðingar fyrir barnið. Ég vil benda hér á bók, sem kom út í Bandaríkjunum árið 1973 og heitir Beyond the Best Interests of the Child, og er eftir Joseph Gold- stein, lagaprófessor við Yale, Önnu Freud, sálfræðing, og Albert J. Solnit, barnasálfræðing við Yale. Bók þessi hefur vakið mikla athygli, en hún fjallar um það, eftir hverju dómarar eigi að fara, þegar þeir meta, hvað hafi minnst skaðvænleg áhrif fyrir barnið, þegar deilt er um forræði þess eða ráðstöfun. Þar er því haldið fram, að afarmik- ilvægt sé, að sem allra stystur tími fari í meðferð slíkra mála, því að hin sálrænu tengsl milli barns og foreldris (eða fósturforeldris) bíði alvarlegan hnekki, ef sambandið er rofið í lengri tíma. Fari það eftir aldri barnsins, hve langan aðskilnað það þolir, án þess að þessi sál- rænu tengsl rofni með öllu. Höfundar bókarinnar telja, að lögin verði fyrst og fremst að taka tillit til þarfa barnsins, ekki aðeins líkamlegra þarfa, heldur miklu fremur hinna sálrænu eða tilfinningalegu þarfa þeirra. I öðru lagi halda höfundarnir á loft friðhelgi einkalífsins. Með því að vernda rétt foreldra til að ala upp börn sín að eigin vild án íhlutunar hins opinbera, telja höfundarnir jafnframt verndaða þörf barnsins fyrir stöðugleika í uppeldinu. Þeir mæla því með sem allra minnstri íhlutun af hálfu ríkisvaldsins og telja það ekki fært um að stjórna svo vandasömu sambandi og er á milli foreldra og barna. 1 bókinni er aðaláherslan lögð á aðstæður, þegar foreldrarnir (eða þeir, sem annast börnin) geta ekki náð samkomulagi um börnin og verða að leita á náðir dómstóla eða yfirvalda til úrlausnar deilunum. Höfundar þessarar bókar mæla einnig eindregið með því, að sérstak- ur talsmaður sé skipaður til að tala máli barnsins. Ég vil ítreka það, að ég tel afar þýðingarmikið, að settar verði ákveðnar reglur um meðferð barnaverndarmála fyrir dómstóluhi, regl- ur, sem stuðli að því, að málin gangi fljótt fyrir sig. Niðurlag. Mannréttindi eru gerð fyrir manninn sjálfan. Þessi réttindi til- heyra börnum jafnt sem fullorðnum. Margbreytileiki og útþensla nú- tíma þjóðfélags krefst þess, að ríkið verði virkari þátttakandi og tryggi að réttindi þeirra, sem eru minni máttar, verði ekki fótum troðin, hvort sem er af öðrum þegnum eða ríkinu sjálfu. Ég vil aðeins taka sem dæmi, að það er refsiverður verknaður að beita fullorðna líkamlegu ofbeldi, en við þolum það, að hin varnarlaus- ustu meðal okkar, börnin, séu beitt slíku ofbeldi. I íslenskum lögum 22

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.