Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 4
t ALFREÐ GÍSLASON Hinn 30. maí s.l. andaðist Alfreð Gíslason, fyrrum bæjarfógeti og alþingismaður. Hann hafði um nokkurt skeið átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, sem að lokum leiddi hann til bana. Með Alfreð er horfinn af sjónarsviðinu góður drengur og mikill mannkostamaður. Hugsa ég til þess með þakklæti að hafa átt þess kost að eiga Alfreð Gíslason að samstarfsmanni og vini. Alfreð fæddist I Reykjavík 7. júlí 1905. For- eldrar hans voru þau Gísli Þorbjarnarson fast- eignasali, Gíslasonar bónda á Bjargarsteini I Borgarfirði, og kona hans Jóhanna Sigríður Þorsteinsdóttir. Stúdentsprófi lauk Alfreð frá M.R. 1927 og lagaprófi frá Háskóla íslands 1932. Að loknu embættisprófi stundaði hann lögfræðistörf á skrifstofum ýmissa lögmanna og rak eigin lögfræðiskrifstofu um skeið. I árslok 1937 urðu þátta- skil I lífi Alfreðs, er hann var skipaður lögreglustjóri I Keflavík og fluttist búferlum til Suðurnesja. Þar var hans helsti starfsvettvangur æ síðan. Bæjar- fógeti í Keflavík varð hann 1949 og gegndi því starfi til 1975, að einu ári undanteknu, er hann var bæjarstjóri í Keflavík. í bæjarstjórn Keflavíkur var hann kosinn 1954 og varð þá strax forseti hennar. í bæjarstjórn átti hann sæti um langt árabil. Hann var lengi formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Keflavík og um nokkurt skeið sat hann á Alþingi sem landskjörinn þingmaður. Svo fjölmörg voru þau ábyrgðar- og trúnaðarstörf, sem lögð voru á herðar Alfreðs Gíslasonar á hans langa og gifturíka starfsdegi, að ókleift er að gera því tæmandi skil hér. Störf hans marka djúp spor í þróunarsögu Keflavíkur og allra Suðurnesja á þessu langa tímabili. Það má augljóst vera, að sá maður, sem bæði er til þess valinn að vera í stjórn sveitarfélags síns, al- þingismaður og yfirvald hlýtur að eiga traust margra. Þess trausts reyndist hann fyllilega verður, og alla tíð var hann ódeigur baráttumaður og heils- hugar fulltrúi þess fólks, sem hann lifði og starfaði með sem yfirvald, vinur og samstarfsmaður. Lagni og góðvild einkenndu hann í öllum störfum, og 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.