Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 8
þá einungis fáa daga til þess að eiga áttræðisafmæli sem stúdent. Mun slíkt vera harla sjaldgæft ef ekki eindæmi. Fyrir þann er þetta ritar, er það einstakt happ að hafa kynnst náið manni, sem útskrifaður var úr hinum forna latínuskóla, og þó ég vilji á engan hátt taka nám forntungnanna fram yfir nútímalegri fræðigreinar þá var þó latínu- nám Halldórs í skóla það er lengst lifði og markaði hann til æviloka og var honum vörn í mótlæti og gleðigjafi á góðum stundum. Þegar Jón Jóhannesson skrifaði í dagbók sína sem áður um getur segir hann að lokum frásagnar sinnar um Halldór Kr. Júlíusson að sér hafi „ekki tekist að gleyma þessum feimulausa höfðingja þeirra Strandamanna“. Undir þessi orð hygg ég að allir sem þekktu Halldór Kr. Júlíusson vildu taka. Ragnar Jónsson. HERMANNJÓNASSON Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætis- og dómsmálaráðherra, lést í Reykjavík 22. janúar sl„ 79 ára að aldri. Með Hermanni Jónassyni er genginn einn þeirra merkismanna, sem sett hafa svip á sögu íslendinga á þessari öld, maður fjölþættra hæfi- leika og mikilla athafna. Saga Hermanns Jón- assonar verður ekki sögð í fáum orðum, enda svo samtvinnuð þjóðarsögu í 30 ár að þar verð- ur oft ekki á milli skilið. Hann var m.a. forsæt- isráðherra lengur en aðrir menn og gegndi ýmsum öðrum ráðherrastörfum lengur en flest- ir aðrir. Hann átti að baki 33 ára þingsetu, er hann lét af þingmennsku vorið 1967, og gegndi starfi formanns Framsóknarflokksins full 18 ár. Ævistarf hans er því fyrst og fremst tengt stjórn- málum. Stjórnmálamenn eru að vísu umdeildir, svo látnir sem lifandi, en mörgum þeirra auðnast að marka spor á framfarabraut, svo að lengi sér þeirra stað. Engum efa er bundið, að Hermanns Jónassonar verður minnst í þjóðarsögu, þegar samtíma hans verða gerð skil. Hans verður minnst sem merkilegs stjórn- málaforingja, sem gegndi forystuhlutverki með þjóð sinni á erfiðleika- og umbrotatímum og veitti heilladrjúga leiðsögn í vandasömum landsmálum. Hef ég þá einkum í huga kreppu- og styrjaldarárin 1934—1942, þegar Hermann var forsætisráðherra hið fyrra sinn samfleytt í 8 ár, og aðgerðir ríkisstjórnar þeirrar, er hann veitti forystu 1956—1958 í landhelgismálinu. Hermann Jónasson fæddist 25. desember 1896 að Syðri-Brekkum í Akra- hreppi, Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jónas bóndi þar Jóns- son og Pálína Guðný Björnsdóttir. Var Hermann næstyngstur sex systkina, en yngstur fjögurra bræðra. Hann fluttist einn burt af heimaslóð, hin systkinin 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.