Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 13
Eiríkur Tómasson stjórnarráðsfulltrúi: KÖNNUN Á GJALDÞROTAÚRSKURÐUM 1960-1974. 1. Könnun þessi var gerð á vegum Lagastofnunar Háskóla Islands, að frumkvæði Þórs Vilhjálmssonar þáverandi prófessors. Undirritaður vann að henni frá því í byrjun júní til loka ágúst sumarið 1975. Markmiðið var að afla sem gleggstra upplýsinga um gjaldþrotaskipti á tslandi á síðustu árum. Segja má, að könnunin hafi verið gerð vegna þeirrar endurskoðunar á gjaldþrotaskiptalöggjöfinni, er nú stendur yfir. 2. Könnunin var byggð á þeim gjaldþrotaúrskurðum, er kveðnir voru upp hér á landi á fimmtán ái’a tímabili, þ.e. á árunum 1960 til 1974, að báðum árum meðtöldum. Sá tími, sem til stefnu var, sneið verkinu þröngan stakk, en úrtakið er þó að dómi undirritaðs nægilega stórt, til að mark sé á því takandi. Upplýsinganna var aflað með eftirfarandi hætti: Undirritaður fór í fyrstu gegnum öll tölublöð Lögbirtingablaðsins frá því í ársbyrjun 1960 og allt til loka júlí 1975. Skráðir voru í fyrsta lagi allir þeir gjaldþrotaúrskurðir frá fyrr- greindu fimmtán ára tímabili, þar sem innköllun í Lögbirtingablaði fylgdi á eftir. Úrskurðirnir voru skráðir í sérstakar frumbækur og tekið fram, hvaða aðili hefði verið úrskurðaður gjaldþrota, svo og hve- nær og í hvaða umdæmi úrskurður hefði verið kveðinn upp. Þégar ein- staklingar áttu í hlut, var ennfremur tiltekinn fæðingardagur og -ár og staða, kæmi slíkt fram í innköllun. Einstaka sinnum varð ekki séð á innköllun, hvenær úrskurður hefði verið kveðinn upp. Þegar þannig stóð á, var miðað við það, hvenær innköllun var gefin út. 1 öðru lagi voru skráðar lyktir skipta eftir auglýsingum um skipta- lok, er birtar voru í Lögbirtingarblaði. Tilgreindar voru allar þær upp- lýsingar, er fram komu í auglýsingunum, þ. á m. með hverjum hætti skiptum hefði lokið, hvort eignir hefðu fundist og þá hve miklar, hve 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.