Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 14
háum kröfum hefði verið lýst og — ef um það var að ræða — hve mik- ið hefði greiðst upp í þær. I þriðja lagi voru skráðir þeir skiptafundir, sem auglýstir voru í Lögbirtingablaði. Þetta verk var all tímafrekt og tók u.þ.b. tvo mánuði. Að því loknu var samt ljóst, að frekari upplýsingar skorti, til þess að heildarmynd fengist af viðfangsefninu. Lágu til þess tvær ástæður: f fyrsta lagi vantaði ýmsar mikilsverðar upplýsingar í auglýsingar þær um skiptalok, er birtar voru í Lögbirtingablaði, auk þess sem mj ög skorti á innbyrðis samræmi í auglýsingunum. 1 öðru lagi hefur svo á síðustu árum og í vaxandi mæli verið tekinn upp sá háttur, þegar um bú algerlega eignalausra einstaklinga hefur verið að ræða, að ljúka skiptum án þess að gefa fyrst út innköllun. Þessari aðferð við að ljúka skiptum var framan af aðeins beitt í Reykjavík, en á allra síðustu árum hefur hún verið tekin upp í umdæmum í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. f síðastnefndum tilvikum hafði því innköllun aldrei verið birt í Lög- birtingi, heldur einungis auglýsing um skiptalok. Upplýsingar um þrotabú, er tekin höfðu verið til skipta á þennan hátt án þess að skipt- um væri lokið í júlí 1975, skorti því algerlega. Undirritaður fór því á fund skiptaráðenda í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði til að afla þeirra upplýsinga, er á vantaði. í sama skyni var hririgt til nokkurra skiptaráðenda úti á landi. Hvarvetna tóku þeir, sem leitað var til, málaleitaninni vel. Aðeins í einu tilviki tókst ekki að hafa upp á þeim upplýsingum, er eftir var leitað. Höfundur þessarar greinar vann 1975 á vegum Lagastofnunar Háskóla Islands að könnun á gjaldþrotaskiptum samkvæmt. úrskurðum, sem kveðnir voru upp 1960—1974. Var sagt frá nokkrum helstu niðurstöðum í TL 2. hefti 1975. Hér birtist hins vegar endanleg skýrsla Eiríks um könnunina. Það vekur m. a. athygli hve litlar eignir koma fram í þrotabúum og að 81% búa, er skiptum var lokið í, voru eigna- laus. Eiríkur Tómasson er nú fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, en um námsferil hans er getið í TL. 4. hefti 1975, þar sem þirt var grein hans um sænsku stjórnsýslulögin frá 1971. 56

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.