Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Qupperneq 32
vinnulöggjöf, sem Thor Thors og Garðar Þorsteinsson fluttu á Alþingi 1936 og 1937, en dagaði uppi. Árið 1937 bar Framsóknarflokkurinn fram tvö frumvörp, annað um sáttatilraunir í vinnudeilum, en hitt um félagsdóm. Bæði döguðu uppi. Hinn 15. desember 1936 skipaði svo þáverandi atvinnumálaráðherra, Haraldur Guðmundsson, fjögurra manna nefnd til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um löggjöf um réttindi verkalýðssamtakanna, afstöðu þeirra til atvinnurekenda og meðferð deilumála milli þessara aðila. 1 nefndinni áttu sæti: Guðmund- ur f. Guðmundsson, formaður, Sigurjón Á. Ólafsson, Gísli Guðmunds- son og Ragnar Ólafsson. Frumvarp það, sem nefndin samdi, varð síðan að 1. nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og gilda þau nær óbreytt, þegar þetta er ritað. Fyrirmynd þessara laga voru hliðstæð lagaákvæði á hinum Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og Norégi. Einnig voru einstök ákvæði sett með hliðsjón af enskri löggjöf. Frum- varp þetta samþykktu allir þingmenn, að undanskildum fjórum. Þegar frumvarpið var borið undir stjórn Alþýðusambands Islands mælti meiri hluti með samþykkt þess. Einstök stéttarfélög mótmæltu því hins vegar. Vinnuveitendafélag Islands samþykkti frumvarpið, enda þótt það bæri fram um 50 athugasemdir við það. Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur skiptast í fjóra mégin kafla: I. Um réttindi stéttarfélaga og afstöðu þeirra til atvinnurekenda. II. Um verkföll og verkbönn. III. Um sáttatilraunir 1 vinnudeilum. IV. Um Félagsdóm. Ekki er ætlast til, að vinnulöggjöfin eða einstakir þættir hennar s.s. um sáttatilraunir í vinnudeilum sé rædd í þessum greinarstúf. Hins vegar þótti í tilefni af 50 ára afmæli embættis sáttasemjara ríkisins rétt að minnast þess hér og rifja upp hverjir hefðu skipað það til þessa. Hinn fyrsti var: Georg Ólafsson (26. des. 1884 — 11. apríl 1941). Foreldrar hans voru Ólafur gullsmiður Sveinsson í Rvík og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir prests í Dýrafj arðarþingum, Eyjólfssonar. Stúd- ent 1903 og hagfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla 1909. Aðstoð- armaður í Hagstofu fslands 1917—1921. Varð þá bankastjóri í Lands- bankanum og gegndi því starfi til æviloka. Skipaður sáttasemjari rík- isins 23. september 1925 og gegndi starfinu í tæpt ár. Var riddari af dbr. og str. af fálkaorðunni. K. 28. okt. 1913: Ágústa, dóttir M. S. Weiss málarameistara í Kaupmannahöfn. Sáttafundarbækur hans hafa ekki fundist, enda ekki skv. lögum þeim, er hann starfaði eftir, gert ráð fyrir, að þær þyríti að halda. 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.