Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Page 35
Hinn 23. september 1975 hélt félagsmálaráðherra hóf f tilefni af því, að 50 ár voru liðin
frá skipun fyrsta sáttasemjara f vinnudeilum. Á myndinni eru frá vinstri: Björn Jónsson forseti
Alþýðusambands íslands, Gunnar Thoroddsen ráðherra, Torfi Hjartarson sáttasemjari rikisins
og Jón H. Bergs formaður Vinnuveitendasambands islands. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Vigfúsar
Sigurgeirssonar s/f).
28, 1974: 18, 1975: 51 eða samtals til ársloka 1975: 519 sáttamál á
30 árum.
Af hinum stuttu æviágripum sáttasemjara ríkisins sést, að engir
aukvisar hafa valist til þess starfs. Af þessum æviágripum sést einn-
ig, að ríkissáttasemjarar hafa allir verið önnum kafnir embættis-
menn, sem gegndu þessu mikilvæga starfi í hjáverkum. Síðustu 15 ár
hefir þó sá tími, sem farið hefir í sáttastarfið árlega, verið, miðað
við fundarsetur eingöngu, frá 600 til 1500 klukkustundir og mestmegn-
is farið fram utan venjulegs dagvinnutíma. Af áðursögðu kemur fram,
að þrír fyrstu sáttasemjararnir hafa haft með höndum sáttaumleitan-
ir í samtals 77 málum. Sáttastarfið í 519 málum hefir komið í hlut Torfa
Hjartarsonar núverandi ríkissáttasemjara.
Ég ætla ekki á þessum vettvangi að semja neina afrekaskrá um rík-
issáttasemjarana, þótt þeir ættu það sannarlega skilið. Ég get þó ekki
komist hjá að láta í ljós það álit, að frábærlega vel hafi tekist um val
allra þessara manna, og miðað við þær erfiðu aðstæður, sem þeir hafa
77