Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Side 37
ATHUGASEMD
Hafnarfirði, 20. 6. 1976
Til ritstjóra Tímarits lögfræðinga.
Vegna frásagnar af ræðu minni á fundi Lögfræðingafélags fslands
10. mars sl. í síðasta hefti tímaritsins þykir mér rétt að taka fram,
að ætlun mín var að leggja áherslu á að frumvarpið um breytingu á
OML, ef að lögum yrði, gæti orðið hin mesta réttarbót á sviði refsi-
réttarfars, ef rétt væri á haldið, vegna þess að gert er ráð fyrir að
sönnunarfærsla fari fram eftir ákæru fyrir þeim dómi sem dæma skal
mál og að frumrannsókn verði nú einungis lögreglurannsókn, sem
miðist við að afla þeirra gagna og upplýsinga, sem nægja til að höfðað
verði sakamál og til undirbúnings sönnunarfærslu fyrir dómi.
Hinsvegar varaði ég við þeirri hættu, sem leiðir af hugmyndinni
um aðskilnað rannsóknarvalds og dómsvalds, ef haldið verður upp-
teknum hætti við hinar breyttu aðstæður og krafist fullnaðarrann-
sóknar fyrir ákæru. Þetta hefði í för með sér að brotið væri gegn
reglunni um milliliðalausa málsmeðferð, sem gerir ráð fyrir að gögn
komi fyrst og milliliðalaust fyrir dóm, sem dæmir mál að efni til, og
réglum um réttarstöðu sakbornings, þar sem hann gæti ekki neytt
réttinda sinna við sönnunarfærsluna, sem nú færi í reynd fram hjá
lögreglu fyrir luktum dyrum.
Virðingarfyllst
Steingrímur Gautur Kristjánsson
NÁMSKEIÐ UM VERSLUNARRÉTT
TL hefur borist fréttatilkynning um symposium um alþjóðlegan verslunar-
rétt í Vín 8.—15. júní 1977. Er það skipulagt af Sameinuðu þjóðunum og ætl-
að kandidötum með verslunarrétt sem sérgrein. Fjallað verður um skjöl varð-
andi flutninga og fjármögnun alþjóðaviðskipta og um gerðardómsreglur
UNCITRAL, en það er SÞ-nefnd um alþjóðlegan verslunarrétt. Nánari upp-
lýsingar fást hjá „De Forenede Nationers Informationskontor for de Nord-
iske Lande", H.C. Andersens Boulevard 37, DK-1553 Kobenhavn V. Um-
sóknarfrestur er til 15. desember n.k.
79