Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 5
það skipti þó sköpum í lífi hans, er hann þann 3. nóvember 1951 kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þorbjörgu hjúkrunarfræðingi, dóttur Andrésar Eyjólfs- sonar bónda og alþingismanns ( Síðumúla. Er það hin ágætasta kona, sem bjó Axel gott heimili og hlúði að honum á alla lund, er erfiðleikar sóttu að. Eignuðust þau þrjú mannvænleg börn. Þótt stúdentaárgangurinn frá MA 1940 hafi verið samhentur og reynt að halda hópinn, hafa máttarvöldin verið þessari viðleitni okkar harla erfið, því að nú er fjórði hluti hópsins horfinn yfir á önnur lífssvið um eða innan við sextugsaldur. En það skiptir ekki öllu máli að lifa lengi, heldur að lifa vel, og ég held, að við höfum öll reynt að njóta lífsins sem best, og vissulega reyndi Axel vinur minn að gera það. Ég kveð hann nú að leiðarlokum með kærri þökk fyrir margar góðar minningar og sendi hans ágætu eiginkonu og börnum einlægar samúðarkveðjur. Og ég er þess fullviss, að handan móðunnar miklu hafa mætt Axel fagnandi hendur bekkjarsystkinanna, sem á undan eru gengin. Magnús Jónsson. ERLENDUR BJÖRNSSON Hinn 26. nóvember 1980 andaðist Erlendur Björnsson bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslu- maður N-Múlasýslu. Erlendur var fæddur 24. september 1911 að Orrastöðum í A-Húnavatnssýslu. Faðir hans var Björn Eysteinsson, Jónssonar, landskunnur merkismaður, er andaðist 23. nóvember 1939, þá kominn á tíræðisaldur, f. 1. janúar 1848. Móð- ir Erlends var Kristbjörg Pétursdóttir, bónda í Miðdal í Kjós, f. 26. júní 1882, d. 18. október 1974, þá einnig komin yfir nírætt. Þann 22. desember 1939 kvæntist Erlendur eftirlifandi konu sinni, Katrínu Jónsdóttur, f. 20. apríl 1913, Jónssonar bónda í Firði á Seyðis- firði og k. h. Halldóru Ágústu Björnsdóttur. Börn þeirra eru: 1. Jón, f. 29. apríl 1940, 2. Kristbjörg, f. 10. janúar 1943, 3. Björn f. 21. maí 1945, 4. Halldóra f. 22. apríl 1947 og 5. Hákon f. 21. janúar 1950. Erlendur lauk stúdentsprófi frá M.A. 1934. Hann var því okkur Sunnan- mönnum lítt kunnur, er hann settist í lagadeild H.I., en okkur var strax Ijóst, að þar fór óvenjulegur maður. Erlendur var vel meðalmaður á hæð, grannvaxinn og Ijós yfirlitum, hæg- látur, prúður vel í allri framkomu og bauð af sér mjög góðan þokka. Við nánari kynni komu í Ijós mannkostir hans. Hann var ekki aðeins greindur vel og glöggur, svo sem hann átti kyn til, heldur hafði hann einnig réttlætiskennd í ríkum mæli og vildi aldrei halla á neinn. 199

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.