Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 9
hér heima. Vel hefði þó komið til greina, að hann hefði snúið sér að verk- efnum erlendis. Enn höfum við íslendingar ekki átt mann í aðalforstjórasæti hjá stórri alþjóðastofnun. Jóhann hefði getað orðið fyrstur til að taka slíkt embætti að sér, þar sem bæði þarf stjórnmálareynslu í heimalandinu og erlendis og góða hæfileika til að átta sig á mönnum og málefnum í brot- hættu samstarfi. Jóhann Hafstein var einn þeirra, sem mótuðu sögu lands okkar, meðan hann starfaði. Margir minnast hans einnig vegna persónulegra kynna, — sem leiðbeinanda, velgerðarmanns, félaga og vinar. Þær minningar eru bjartar, tengdar virðingu og þakklæti. Þór Vilhjálmsson. STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON Stefán Jóhann Stefánsson andaðist 20. októ- ber s.l., 86 ára að aldri. Hann fæddist á Dag- verðareyri við Eyjafjörð 20. júlí 1894, og voru foreldrar hans þau hjónin Stefán Ágúst Odds- son bóndi og Ólöf Árnadóttir. Bjó Stefán Jó- hann við þröngan kost æskuárin og kynntist þá lífsbaráttu alþýðufólks af eigin raun. Hugur hans stefndi til menntunar, og með þrautseigju og staðfestu braust hann áfram menntaveginn og lauk stúdentsprófi 1918 við Menntaskólann í Reykjavík. Hann innritaöist síðan í lögfræði- deild Háskóla islands og lauk þaðan prófi með fyrstu einkunn 1922. Á háskólaárum sínum vann hann með námi hjá bæjarfógetanum í Reykjavik, en varð síðan fulltrúi á málaflutn- ingsskrifstofu Jóns Ásbjörnssonar og Svein- bjarnar Jónssonar. Haustið 1925 stofnaði hann málaflutningsskrifstofu með Ásgeiri Guðmundssyni frá Nesi og varð hæstaréttarlögmaður vorið 1926. Ás- geir andaðist 1935, og varð þá Guðmundur í. Guðmundsson meðeigandi og starfsfélagi Stefáns. Á árinu 1945 hættu þeir félagar málaflutningsstörfum, og gerðist Stefán þá forstjóri Brunabótafélags íslands, en við skrifstofu þeirra tók Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Forstjórastörfum við Bruna- bótafélagið gegndi Stefán til ársins 1957, er hann var skipaður sendiherra íslands í Danmörku. Lausn frá því starfi fékk hann vorið 1965 vegna aldurs. Snemma hneigðist hugur Stefáns til stjórnmála, og hallaðist hann að jafn- aðarstefnunni og gekk í Alþýðuflokkinn tveimur árum eftir stofnun hans. Hann varð formaður Alþýðuflokksins og jafnframt Alþýðusambandsins á ár- inu 1938. Stefán tók við forystu I Alþýðuflokknum á einhverju erfiðasta tíma- bili í sögu flokksins, þar sem klofningur hafði orðið í hans röðum. Auk þess steðjuðu miklir efnahagserfiðleikar að hér á landi og ári síðar braust seinni heimsstyrjöldin út. Það voru því mörg og viðkvæm mál, sem Stefán þurfti 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.