Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 10
þá að ráða fram úr, og reyndist hann vel þessum vanda vaxinn. Stjórnaði hann flokki sínum með festu og lagni á annan áratug. Stefán Jóhann Stefánsson tók sæti á Alþingi 1934 sem landskjörinn þing- maður, og átti í það sinn sæti á þingi eitt kjörtímabil. Hann var síðan þing- maður Reykvíkinga 1942-1946 og landskjörinn þingmaður á ný 1946-1953. Hann var ráðherra í stjórnum Hermanns Jónassonar 1939-1942 og fór fyrst með félagsmál og síðan einnig með utanríkismál. Forsætis- og félagsmála- ráðherra var hann 1946-1949. Auk þeirra meginstarfa, sem að framan er getið, voru Stefáni falin mörg aukastörf á sviði þjóðmála og ýmissa félagsmála, og skal hér getið nokkurra þeirra. Stefán Jóhann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1924 til 1942. í menntamálaráði var hann 1928 til 1933 og í bankaráði Útvegsbankans frá 1930 til 1957 og formaður ráðsins frá 1935. Hann átti sæti í Þingvallanefnd 1946 til 1950, var formaður Norræna félagsins 1936 til 1952. Hann var kjörinn fulltrúi islands í Norðurlandaráð 1953 og fulltrúi íslands í Evrópuráði var hann 1950 til 1957. Stefán Jóhann kvæntist Helgu Björnsdóttur Óiafssonar frá Mýrarhúsum 5. október 1927. í æviminningum sínum segir Stefán þessa stuttu en áhrifa- miklu setningu ,,Það var mitl lán“. Helga andaðist 28. júní 1970, og skrifaði Stefán lítið hugljúft kver í minningu hennar, sem hann nefndi Minning Minn- inganna. Þau Helga eignuðust þrjá syni, Stefán Val, Björn og Ólaf. Störf Stefáns tóku mikið af tíma hans, og ófá voru þau kvöldin, sem hann þurfti að vera á fundum, og gafst honum því minni tími til að sinna ástvinum sínum og heimiii en hann hefði viljað, en hann var einstaklega góður heim- ilisfaðir. Það gustaði oft mikið um Stefán Jóhann á stjórnmálasviðinu og andstæð- ingar hans gerðu oft hatrammar árásir á hann, en hann bar þá gæfu í brjósti að vera sáttur við alla áður en hann kvaddi þennan heim. Ég á aðeins góðar minningar um Stefán Jóhann Stefánsson og svo hygg ég, að sé um fleiri. Hann var mikill drengskaparmaður og huggun má það vera eftirlifandi ástvinum hans að eiga minningu um góðan mann og ástríkan heimilisföður. Baldvin Jónsson. 204

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.