Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 18
spjalla á tekjuöflun. Slíkar bætur verða því að byggjast á mati. Eftir norsku og sænsku lögunum skal við mat á þessu miða við getu tjón- þola til að afla sér tekna með vinnu, sem hæfir líkamsþreki hans og hæfileikum og sem sanngjarnt er að ætlast til af honum þegar litið er til fyrri menntunar og starfa, endurhæfingar, aldurs, búsetu og hliðstæðra atvika (Orðalag norska og sænska lagatextans er mis- munandi, en efni í aðalatriðum hið sama). Hér er því um að ræða mat, sem svipar til örorkumats lífeyristryggingar almannatrygginga skv. 12. gr. laga nr. 67/1971 (Um framkvæmd þess sjá Páll Sigurðs- son, læknir (1958), bls. 171 og sami (1972), bls. 38-9). örorkumat slysatryggingar skv. IV. kafla laga nr. 67/1971 er hins vegar „læknis- fræðilegt“ (sjá Páll Sigurðsson, læknir (1958), bls. 172 og (1972), bls. 41 o. áfr.) eins og mat það, sem yfirleitt er lagt til grundvallar í ís- lenskum dómsmálum um skaðabætur utan samninga. Þó að almennt sé gerður skýr greinarmunur á læknisfræðilegu ör- orkuhugtaki og fjárhagslegu, er skylt að taka fram, að munur á þessu tvennu er ekki eins djúpstæður og virðist við fyrstu sýn. Læknis- fræðilegt örorkumat miðast vissulega oftast við örorkutöflur, en lækn- ar styðjast ekki eingöngu við þær. Ymsar tegundir meiðsla er alls ekki að finna í örorkutöflum, og sum meiðsli eru þess eðlis, að erfitt er að heimfæra þau undir ákveðinn hundraðshluta skv. örorkutöflum. Læknar eða aðrir, er meta örorku, eru heldur ekki rígbundnir við töflurnar, þótt um sé að ræða örkuml, sem þær ná til. Þeir geta vikið frá þeim, ef sérstök ástæða er til. Læknisfræðilegt örorkumat felur því í sér meira svigrúm en oft er talið. Við þetta bætist, að dómstól- um ber að taka tillit til, hvort og að hve miklu leyti læknisfræðileg ör- orka hefur áhrif á tækifæri tjónþola til öflunar tekna. í sumum dóm- um má sjá að þetta er gert, t.d. Hrd. 1954, 415, Hrd. 1968, 18, Hrd. 1976, 874 og Hrd. 1975, 1105, en hinir dómarnir eru þó fleiri, þar sem allstranglega er farið eftir læknisfræðilegum örorkumötum. Reglur norsku og sænsku skaðabótalaganna um fjárhagslega ör- orku leiða m.a. til þess, að maður, sem hlotið hefur varanleg örkuml, á ekki rétt til neinna örorkubóta, ef sýnt þykir að (læknisfræðilega) örorkan muni ekki valda tekjumissi. Hins vegar yrðu bætur dæmdar fyrir annað tjón og verður vikið að því í 3.4. kafla hér að neðan. Norska og sænska reglan eru því mjög ólíkar gildandi íslenskum rétti, því að engin dæmi munu þess, að hérlendir dómstólar hafi ekki talið ástæðu til að dæma örorkubætur auk bóta fyrir miska, ef læknir hefur metið manni, sem á skaðabótarétt að lögum, varanlega örorku. Hefur því löngum verið haldið fram bæði hér á landi og annars staðar, 212

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.