Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 20
tekjutap eftir. Mönnum virðist fjárhagslegt örorkumat vera raun- hæfari viðmiðun en hið gamla læknisfræðilega töflumat. Reynslan ein leiðir í ljós, hvort þetta er rétt. 3.2. Endurskoðun bótaákvörðunar Ákvörðun bótafjárhæðar fyrir tap í framtíðinni er að sjálfsögðu oft í litlu samræmi við raunverulégt tjón, þótt vandað sé til hennar, enda geta aðstæður tjónþola breyst til muna. Eins og fyrr greinir opna sænsku skaðabótalögin leið til að endurskoða ákvörðun lífeyris vegna tekjutaps eða missis framfæranda til hækkunar eða lækkunar, ef forsendur breytast verulega (Endurskoðunarheimildin nær ekki til þess, er lífeyrir rýrnar vegna verðlagsbreytinga. Um það gilda sér- •stök lög, sjá Hellner, bls. 264-266). Sömuleiðis er endurskoðun bóta fyrir þess háttar tjón heimil, þótt þær hafi verið ákveðnar í formi eingreiðslu, en þær má aðeins hækka, 5:5 SkL. Lækkun eingreiðslu, er með öðrum orðum óheimil. Bótaákvörðun vegna annars tjóns, t.d. miska, verður ekki endurskoðuð. 1 norsku lögunum er engin samsvar- andi endurskoðunarheimild. Slík heimild hefur heldur aldrei verið í íslenskum lögum. Lögfesting endurskoðunarheimildar sænsku laganna var rökstudd með því, hve hinar nýju reglur um fjárhagslegt örorkumat gætu orðið erfiðar í framkvæmd. Auk erfiðleika þeirra, sem minnst er á við lok 3.1. kafla hér á undan bentu Svíar á fleiri ástæður fyrir rúmum end- urskoðunarreglum. 1 greinargerð fyrir sænsku skaðabótalögunum er minnt á, að dráttur á að ljúka bótamáli geti valdið svokallaðri bóta- sýki, þ.e. að hugur tjónþola verði svo bundinn bótamálinu að bata seinki eða jafnvel að tjónþola hraki af þeim sökum. Það geti því verið nauðsynlegt að ákveða honum bætur, sem endurskoðaðar verði síðar, þegar séð verður, hver áhrif bótagreiðslan hefur á heilsu hans. Þá segir í greinargerðinni, að aðrar ástæður geti gert endurskoðun óhjá- kvæmilega, t.d. þegar ekkert bendi til framtíðarmissis tekna við bóta- uppgjör, en síðan hafi tjónþoli reynst hafa tapað tekjum. Einnig er bent á sérstaka erfiðleika við ákvörðun bóta til barna eða námsfólks. Þótt frestað sé um langa hríð mati á tjóni þeirra, geti endurskoðun samt sem áður verið brýn (Prop. 1975:12, bls. 107-8). Flest rökin með endurskoðun tengjast því, hve óáreiðanlegt fjárhagslegt örorku- mat getur verið. Má því segja, að reglurnar um endurskoðun bóta- fjárhæðar séu rökrétt afleiðing breytinganna á matsgrundvellinum. Þó að ýmislegt mæli með lagaheimild til endurskoðunar á ákvörð- un bótafjárhæðar, hafa Norðmenn ekki talið ástæðu til að taka slíka 214

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.