Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 24
um atvinnuslysatryggingu. Yrði þá m.a. farið eftir læknisfræðilegu ör- orkustigi. 1 Stórþinginu komu hins vegar fram gagnstæðar skoðanir. Var þar lögð áhersla á, að slysatilvik og ástæður tjónþola væru svo mis- jafnar, að ákvörðun bótafjárhæðar yrði að fara eftir mati dómstóla í hverju falli fyrir sig. Reyndin hefur líka orðið sú, að reglur um atvinnuslysatryggingarbætur eru hafðar til hliðsjónar, en dómstólar hafa ekki talið sig bundna af þeim, þegar þeir dæma bætur fyrir „men“ (Lodrup (1978), bls. 347-352 og Nygaard, bls. 132-3). Efni sænskra reglna um bætur fyrir varanlegan miska og skylt tjón er verulega frábrugðið norsku reglunum um „men“. Tvö megin- atriði skulu nefnd. 1 fyrsta lagi er sænska ákvæðið um „men“ talið ná til ýmis konar fjárhagslegs tjóns auk miska. I öðru lagi er auk bóta fyrir lýti og annað „men“ heimilt að dæma bætur fyrir óþægindi (,,olágenheter“), sem virðist bæði geta tekið til fjárhagslegs tjóns og miska. Sjálfur lagatextinn (sbr. 2.2. kafla hér á undan) gefur að vísu ekki til kynna svo víðtækan skilnirig, en í greinargerð (Prop. 1975:12, bls. 109 o.áfr.) kemur þetta greinilega fram. f greinargerð- inni er minnt á, að mörk milli fjárhagslegra og ófjárhagslegra afleið- inga tjóns séu langt frá því að vera glögg. 1 sænskri framkvæmd hafi bætur fyrir lýti og annað varanlegt mein öðrum þræði verið látnar ná til fjárhagslegs tjóns, svo sem ýmis konar kostnaðar, sem tjón- þoli hafi ekki fengið bættan með öðrum kröfuliðum. Sömuleiðis hafi verið algengt, að í bótum fyrir örorku, a.m.k. þegar um tiltölulega litla örorku hafi verið að ræða, hafi falist bætur fyrir miska eða tjón, sem telja megi bæði af fjárhagslegum og ófjárhagslegum toga spunnið. Áhersla er lögð á í greinargerðinni, að skaðvænlegar afleiðingar, sem ekki sé auðvelt að meta til fjár, verði bættar með miskabótum, þótt þær kunni að einhverju leyti að vera fjárhagslegs eðlis. f sam- ræmi við það segir í greinargerðinni, að undir miskabætur beri t.d. að fella almenn óþægindi, er tjónþoli hefui' af örkumlum sínum við starf eftir slys, aukna þreytu og hættu á að verða meira frá vinnu og aukið álag við að ná ákveðnum afköstum. Einnig beri að vissu marki að meta til miska hættuna á að missa sérstakar aukatekjur, sem líklegt megi telja, að tjónþoli hefði getað haft, ef hann hefði ekki orðið fyrir líkamsspjöllum, en oft sé ókleift að meta slíkan skaða eftir almennum fjárhagslégum mælikvarða. Loks segir, að rétt sé að bæta að nokkru marki með miskabótum ýmsan sérstakan kostnað, er tjónþoli kunni að verða fyrir í framtíðinni, svo sem aukin útgjöld, sem hann hefur af því að komast á milli staða, aukaútgjöld vegna fatnaðar o.fl. auk sérstaks kostnaðar við að njóta tómstunda. Þau 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.