Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 30
bóta ei’ í takmörkuðum mæli unnt að taka tillit til þeirra. Mismunandi greiðsluform gerir og allan samanburð erfiðan. f Svíþjóð er lífeyris- formið algengt, en annars staðar er eingreiðsla aðalreglan (í Noregi) eða undantekningarlaus regla (t.d. á Islandi). Greiðsluformið getur líka haft áhrif á, hve vel bætur nýtast tjónþola. Af þessu má sjá, hve erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegu gildi bóta fyrir tjón- þola í öðrum löndum, þótt upphæðir væru samræmdar. Norska og sænska skaðabótalöggj öfin er mikilvægt spor til sam- ræmingar reglum um skaðabætur fyrir líkamstjón í norrænum ríkjum. Meginréglur eru yfirleitt þær sömu í báðum ríkjunum, en viss atriði eru þó ólík, t. d. reglur um form bótagreiðslu (eingreiðsla/lífeyrir), bætur fyrir tímabundinn miska og heimild til endurskoðunar bóta- ákvörðunar (sem aðeins er í sænsku lögunum). Eftir er að sjá, hvern- ig dómstólar muni beita reglunum. Verið getur, að réttarframkvæmd verði mismunandi eftir ríkjum, þótt lagareglur séu samhljóða. Nefnd- arálit og greinargerðir með frumvörpum til láganna veita að sjálfsögðu ekki svar við öllum spurningum, sem komið geta upp varðandi skýr- ingu á lögunum, þannig að mikið veltur á túlkun dómstóla. Einnig ríkir óvissa um, hvernig dómstólar noti heimildarákvæði laganna, t.d. sænsku endurskoðunarheimildina og hina rúmu heimild í sænsku lög- unum til þess að ákveða að bætur skuli greiddar í eitt skipti fyrir öll í stað greiðslu í formi lífeyris. 5. LOKAORÐ Því ber að fagna, að lögfestar hafa verið almennar reglur um skaða- bætur vegna líkamstjóns. Reglurnar eru vandaðar og reistar á traust- um grunni norrænnar réttarhefðar. Ennfremur þokar löggjöfin norsk- um og sænskum rétti saman á þessu sviði. Um efni laganna geta verið skiptar skoðanir, en yfirleitt munu lög- fræðingar í Norégi og Svíþjóð telja flestar reglur þeirra vera til bóta. Einkum þykir það vera framför, að kveðið er á um, að við ákvörðun bóta fyrir tekjutap skuli nota fjárhagslegt örorkuhugtak í stað læknis- fræðilegs. Þá þykir það réttarbót að bætur fyrir miska eru betur greindar frá bótum fyrir fjárhagslegt tjón en áður tíðkaðist. Hér að framan hefur verið vikið stuttlega að kostum og göllum ýmissa hinna nýju lagareglna, og hefði verið áhugavert að ræða það efni nánar. Það verður ekki gert að sinni, en þó skal bent á tvö meginatriði, sem ágreiningur kann að verða um, ef almennar umræður verða um norsku og sænsku lögin meðal íslenskra lögfræðinga. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.