Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 37
annað uppi á teningnum. Sumum finnst þetta sjálfsagt ekki fjöl- miðla málefni, og víst er, að ekki er sama, hvernig um er fjallað. Ymsir dómarar myndu t.d. ýfa sig við yfirlýsingu sem þessari: „1 Hæstarétti er enginn fulltrúi fyrir „sosialistiskar" lífsskoðanir enda þótt 1/3 landsmanna lýsi fylgi við slíkar skoðanir í Alþingiskosning- um“. Eitthvað í þessa áttina sagði í Helgarpóstinum á dögunum. Slíkar fullyrðingar eru mjög í samræmi við það sem getur komið fram í fjölmiðlum í löndunum í kringum okkur. Þegar kemur að öðrum dómstólum landsins, versnar ástandið. Komi einhver í hús héraðsdómstólanna, a.m.k. þeirra stærstu, og leiti upp- lýsinga um, hvað þar muni gerast næstu daga og vikur, hefur enginn heildaryfirsýn yfir það. Engin skrá hangir uppi, afgreiðslan veit ekk- ert um það og verður, þ.e. fáist viðkomandi til þess, að hóa í einhvern dómara og spyrja um hans fyrirætlanir. Þótt slíkar upplýsingar fengj- ust, myndi reynast erfitt að fá uppgefið, hvað muni gerast í stórum dráttum í hverju þinghaldi fyrir sig, því að áætlanir dómarans munu illa standast. Þá er það oftast einungis takmarkaður hluti málsmeð- ferðar, sem fram fer í hverju þinghaldi. Sá sem vildi kynna sér með- ferð einstaks máls, þyrfti að eyða töluverðum tíma og fyrirhöfn í það og sýna endalausa þolinmæði. Meðferð mála hér fyrir dómstól- unum á alls ekki að vera slík. Til þess að málsmeðferðin sé opinber og almenningur geti fylgst með henni, verður að setja upp málaskrá í anddyri héraðsdómstólanna og hafa aðalflutning í hverju máli. Þá hefur verið ákaflega erfitt a.m.k. víða að fá yfirlit yfir úrlausnir þessara dómstóla. Hver dómari veit auðvitað, hvað hann er að gera og hefur gert, en hann hefur takmarkaða vitneskju um hvað félagi hans í næsta herbergi gerir. Á Borgardómaraembættinu á nú að fara að gera tilraun með efnisorða spjaldskrá yfir alla dóma í munnlega fluttum málum. Slík spjaldskrá ætti bæði að auka samræmi milli úr- lausna einstakra dómara og gefa fjölmiðlafólki tækifæri til að fá yfirlit um dóma. Þannig gætu fjölmiðlar fylgst með þeim dómum sem þeir óska. Hér gildir sama og hjá Hæstarétti, að erfitt mun reynast fyrir utan aðkomandi að fylgjast með heildarstörfum dómstólanna. Komum síðan að íslensku fjölmiðlunum. Flestir þeirra hafa enga möguleika á að hafa sérstakan mann til að fylgjast með starfi dóm- stóla. Þá verður að setja spurningarmerki við áhuga þeirra til þess. Áhugi þeirra virðist aðallega vera á störfum lögreglu. Líklega stafar það af því, að þeir telja slík mál ná áhuga lesenda, en málefni dóm- stóla síður. Mál í rannsókn lögreglu selji þannig blaðið. Tilviljana- 231
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.