Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 42
undar hennar og vilja og telur lækninn hafa gerst sekan um saknæmt atferli og rökstyður skaðabótakröfu sína á hendur stefndu með til- vísun til 264. gr. almennra hegningarlaga. Lögmaður stefnanda hefur mótmælt því að þinghald þetta fari fram fyrir luktum dyrum, en telja verður að það væru frekar hags- munir hans skjólstæðings sem kæmu til álita, ef úrskurðað væri að þinghald þetta ætti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hagsmunir stefnda Ó. þykja hins vegar ekki eiga að varða því að þinghald þetta séð háð fyrir luktum dyrum og verður það því háð í heyranda hljóði. Ú r s k u r ð a r o r ð : Þinghald þetta skal heyja í heyranda hljóði.“ Eftir þinghaldið beindi dómarinn því til blaðamannsins að halda nöfnum aðila leyndum. Komu þeir sér saman um, að svo skyldi vera. Máli þessu var skotið til Hæstaréttar. Þar var ekki fjallað um þetta atriði, en nafni stúlkunnar er haldið leyndu í því bindi Hæstaréttar- dóma, sem hefur að geyma dóm í þessu máli. Hver er aðstaða dómara til andsvara, þegar opinberlega er ráðist á einn einstakan eða stéttina í heild? Aðstaða dómara til að taka þátt í opinberri umræðu er vegna eðlis starfa þeirra erfið. Þeir geta ekki tekið þátt í umræðum um einstök mál, sem þeir hafa með höndum eða geta hugsanlega átt eftir að fjalla um. Geri þeir það, kemur fljótt upp sú spurning, hvort þeir séu ekki þar með orðnir vanhæfir. Hér má nefna nýlegt dæmi af dómara í Félágsdómi, sem tók þátt í opinberri umræðu um launa- deilu B.S.R.B. Samtökin kröfðust síðan í tveimur málum, hvoru á eftir öðru, að hann viki sæti. Málin munu meira að segja ekki hafa verið í beinu samhengi við þessa launadeilu. Aðstaða dómara til þess að taka þátt í opinberri umræðu er þó nokkuð mismunandi eftir eðli umræðunnar og þess málefnis sem um er rætt. Dómarar eiga þannig auðveldlega að geta gefið upplýsingar um al- mennar staðreyndir, bæði sem varða störf þeirra almennt, og einnig um einstök mál, sem þeir fara með, taki þeir ekki þar með afstöðu til álitaefnis. Athugasemdir í fræðslu og upplýsingaskyni eiga fullan rétt á sér, en verða að vera hlutlægt orðaðar og ekki fela í sér áreitni við neinn. Besta svar við opinberri árás er líkast til slík athugasemd. 236

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.