Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 57
en öll Norðurlöndin eru aðilar að því. Stjórnin mun sérstaklega kynna sér þær fjárhagsskuldþindingar, sem samfara eru aðildinni. VIII. HEIMSÓKNIR TIL DÓMARAEMBÆTTA O.FL. Stjórnarmenn hafa undanfarin tvö ár heimsótt nokkur dómaraembætti, einkum í Reykjavík og í grennd við Reykjavík, svo og embæiti rannsóknar- lögreglustjóra ríkisins. Er mikilvægt að treysta tengslin milli félagsins og félagsmanna með þessum hætti. Er æskilegt að af hálfu stjórnar félagsins verði unnt að heimsækja embætti utan Suðurlands og Suð-Vesturlands á næstunni. IX. DÓMSTÓLAR OG FJÖLMIÐLAR. Stjórn D.í. hefur haft óformlegt samband við fulltrúa frá Blaðamannafélagi islands um ýmis sameiginleg málefni, sbr. skýrslu á síðasta aðalfundi. Stjórn D.í. telur þessi tengsl milli félaganna æskileg og að vinna beri að því að koma á samstarfi milli félaganna um sitthvað, er varðar tengsl dómstóla og rannsóknar- og ákæruvalds við fjölmiðla og treysta hlutlæga umfjöllun fjölmiðla á málefnum, er stafa frá greindum aðiljum, svo og skapa greiðan aðgang til leiðréttinga á missögnum. Jafnframt þessu taldi stjórn D.í. tímabært að stofna til umræðna á aðalfundi um ýmsa þætti þessa máls. Hefur formanni Blaða- mannafélags Islands verið boðið að sitja fund þann, sem fjallar um þetta mál. X. FRAMBÚÐARSTARFSEMI D.í. Síðustu árin hefur starfsemi D.í. aukist til nokkurra muna og komist í fastari skorður en fyrr var. Stjórn félagsins hefur rætt allmikið um frambúðar- starfsemi félagsins í Ijósi reynslu síðustu ára. Er stjórnin á einu máli um, að miða beri starfsemina við að haldið sé á hverju ári eins dags málþing, sem sérstaklega sé vandað til, og auk þess námskeið, svo sem gert var á s.l. ári. Að auki séu haldnir a.m.k. tveir hádegisverðarfundir og enn félags- fundir til umfjöllunar um einstök málefni, sem upp kunna að koma. Verði m.a. lögð áhersla á, að kynna lagafrumvörp, sem fram koma eða eru í samn- ingu um efni, sem varða dómarastéttina, svo og nýmæli í lögum, er þau hafa tekið gildi. Þá telur stjórn D.i. að vinna beri að dómaraheimsóknum til annarra landa og freista þess, að tryggja fjárhagsiegan grundvöll undir þær, svo og aðrar utanferðir dómara til endurmenntunar. Yfirleitt þarf að skapa félaginu örugga fjárhagslega fótfestu til þess, að halda uppi menntunarstarfsemi. Auk annars er þess að geta, að æskilegt er að geta fjölritað meginatriði fyrir- lestra til útsendingar fyrir fundi og svo að geta fjölritað ýmis erindi, sem haldin eru á vegum félagsins. Stjórn D.í. telur það vera eitt af megin baráttumálum félagsins að fá viður- kenningu ríkisvaldsins á því, að dómarar eigi kröfu til leyfis frá störfum t.d. sjöunda hvert ár í því skyni að endurmennta sig með svipuðum hætti og kennarar við marga skóla landsins. Enn telur stjórnin, að D.í. beri að þrýsta á um bættan húsakost dómstóla og að ríkið sjálft eigi það húsnæði, sem dómstóll starfi í, svo að eigi sé hætta á uppsögnum og annarri óvissu, sem hrjáð hefur ýmsa dómstóla hér 251

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.