Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 59
áratugum. Var þetta snjall og áhugaverður lestur, en fyrirlesari var prófessor og rektor sasnska verslunarháskólans í Helsinki um árabil. Að loknum eiginlegum aðalfundarstörfum seinni daginn var tekið til með- ferðar efnið: Dómstólar, rannsóknar- og ákæruvald og fjölmiðlarnir. Fram- sögu höfðu í málinu þeir Þórður Björnsson ríkissaksóknari, Hallvarður Ein- varðsson rannsóknarlögreglustjóri ríkisins og Hrafn Bragason borgardómari.1) Gerðu þeir þessu efni mjög góð og ítarleg skil. Urðu nokkrar umræður að loknu máli frummælenda. Tóku báðir norrænu dómararnir þátt í þeim svo og Kári Jónasson fréttamaður, formaður Blaðamannafélags íslands, en hon- um var boðið á fundinn af þessu tilefni. Á fundinum var samþykkt tillaga, þar sem skorað var á ráðherra dómsmála og fjármála að tryggja nauðsynlegt fjármagn á árinu 1981, svo að unnt verði að hefjast handa um undirbúning byggingar dómhúss í Reykjavík. Þá segir ennfremur, að bent sé á nauðsyn þess, að gerð verði samfelld áætlun um úrbætur í húsnæðismálum dómstóla hvarvetna á landinu og að tekið verði tillit til þarfarinnar að búa dómstóla viðunandi tækjakosti. Þá var einnig samþykkt að heimila stjórninni að leita eftir aðild að alþjóðasambandi dómara. Fundinn sóttu dómarar hvaðanæva að af landinu og fjölluðu þeir um hin ýmsu sameiginlegu hagsmuna- og sérmál dómarastéttarinnar. Var þetta fjöl- mennasta dómaraþing sem haldið hefur verið. Sérstakan svip á samkomuna setti fundarseta hinna tveggja norrænu dómara, en þeir tóku virkan þátt í fundarstörfum. Er þetta í fyrsta sinn sem fulltrúar frá norrænum dómarasam- tökum sitja dómaraþing á íslandi. Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Hrafn Bragason borgardómari, varaformaður, Ólafur Stefán Sig- urðsson héraðsdómari, ritari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti, gjaldkeri, og Böðvar Bragason sýslumaður meðstjórnandi. Ólafur St. Sigurðsson. DÓMARAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Aðalfundur félagsins var haldinn 12. nóvember 1980. Á fundinum voru samþykktar 3 ályktanir, um að kjaradómur ákvæði dómurum laun, um stuðn- ing við frumvarp til lögréttulaga og nauðsyn byggingar dómhúss í Reykjavík. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Már Pétursson héraðsdómari (formaður), Jón A. Ólafsson sakadómari (varaformaður), Friðgeir Björnsson borgardómari (gjaldkeri), Sigurður Sveinsson borgarfógeti (ritari) og Auður Þorbergsdóttir borgardómari (meðstjórnandi). í varastjórn eru Bragi Steinarsson vara-ríkis- saksóknari og Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari. SÝSLUMANNAFÉLAGIÐ. Aðalfundur félagsins var haldinn 12. nóvember 1980. Stjórn þess er nú þannig skipuð: Friðjón Guðröðarson sýslumaður (formaður), Böðvar Bragason sýslumaður, Jón Eysteinsson bæjarfógeti og sýslumaður, Kristján Torfason bæjarfógeti og Pétur Þorsteinsson sýslumaður. 1) Erindi Hrafns er birt hér í heftinu, en hinir framsögumennirnir studdust við minnisblöð og hafa ekki séð sér fært að ganga frá erindum sínum til birtingar að svo stöddu. 253
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.