Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1994, Side 26

Ægir - 01.01.1994, Side 26
Milliríkjaviðskipti með fisk í örum vexti / nýjustu tölum um verkunarskiptingu heimsaflans 1991 og alþjóðleg við- skipti með sjávarafurðir kemur fratn að fiskur fer í vaxandi mœli ferskur beint til neytenda. Hlutdeild niðursuðu, brœðslu, söltimar, reykingar, þurrk- unar og annarra verkunaraðferða fer minnkandi. Vöxtur milliríkjaviðskipta með fisk er ör, eða 58% á árunum 1979-1991. í þessum viðskiptum vegur fryst rœkja langþyngst afeinstökum tegundum. Ari Arason er hagfrceðingur. Eftir Ara Arason. Nýlega gaf FAO út árlega skýrslu sína um rábstöfun heimsaflans 1991, FAO Ye- arbook Fishery Statistics, Commodities 1991. Þar eru settar fram upplýsingar um ráðstöfun heimsaflans eftir verkunarað- feröum og um millilandavibskipti með sjávarafurðir. Á upplýsingum úr fyrr- nefndri bók er eftirfarandi grein að mestu byggð. Ráðstöfun heimsaflans Sjávarafli jarðarbúa er nýttur með ýms- um hætti. Hér er ráðstöfun aflans skipt í tvo hluta. Afla til manneldis, þ.e. sem neytendur neyta í formi sjávarrétta af öllu tagi og annan afla, s.s. fóður fyrir eldisdýr, lýsi til smjörlíkisgeröar, lyfjagerðar o.s.frv. Afli til manneldis er greindur í fjóra flokka eftir vinnsluaðferð. 1. Afli sem seldur er á neytendamarkað án frekari vinnslu til að auka geymsluþol hans. Þar getur verið um að ræða vinnslu á öllum stigum allt frá óaðgerð- um fiski til fullbúinna sjávarrétta. 2. Frystar sjávarafurðir. Þar eru einnig af- urbir sjávar á öllum vinnslustigum frá heilfrystum fiski til sjávarrétta. 3. Niöursoðnar og niburlagðar afurðir sjávarfangs. Að jafnaði eru hér afurðir sem hlutfallslega eru meira unnar en ferskfiskur og frystar afurðir. 4. Aðrar vinnslugreinar. Stærstur hluti afl- ans sem fellur undir „aðrar vinnslu- greinar" fer til söltunar, en þar eru og verkunaraðferðir eins og þurrkun, reyk- ing o.fl. Ferskfiskur og frysting Á mynd 1 er sýnd ráðstöfun heimsafl- ans eftir helstu verkunaraöferðum á árun- um 1980-1991. Þar sést ab aflinn fer í vaxandi mæli ferskur beint til neytenda án frekari vinnslu til ab auka geymsluþol hans. Sjávarafli sem seldur var meb þess- um hætti á neytendamarkað óx úr 13,3 milljónum tonna árib 1978 í 21,9 milljón tonna árib 1991. Mynd 1 : Verkunarskipting heimsaflans 1980-1991 120000 -j ioooooA 80000-1 60000-1 40000 ] 20000-1 0-1 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Mynd 2 Milliríkjaverslun meö sjávarafurðir 1980-1991 Þús. tonn 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 26 ÆGIR JANÚAR 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.