Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 23
krefur. Þetta nýmæli er e.t.v. mikilvægt skref í þeirri viðleitni að tryggja sem best að heimildir barnaverndaryfirvalda verði ekki misnotaðar og að dómstólar hafi meiri afskipti af því en áður þegar heimilislíf er truflað með aðgerðum barnaverndaryfirvalda. 8. ÚRSKURÐARVALD í BARNAVERNDARMÁLUM Þá liggur næst fyrir að gera grein fyrir þeim rökum sem eru fyrir því, að barnaverndaryfirvöld úrskurði sjálf um aðrar aðgerðir sem beitt er í þágu barnaverndar en ekki dómstólar. Með vísan til þess að hér er um að ræða mikilvæg réttindi sem geta stangast verulega á, þ.e.a.s. réttindi barnsins til öryggis og velfarnaðar annars vegar og foreldraréttinn hins vegar verður að athuga gaumgæfilega hvernig þessi réttindi verði best tryggð. Því hefur verið haldið fram, m.a. í greinargerð með umræddu lagafrumvarpi, að dómstólar væru vel til þess fallnir að tryggja rétt foreldranna en að sama gilti ekki þegar meta ætti hvernig réttindum og hagsmunum barns væri best borgið. Dómstólar eiga erfitt með að meta hvort þau úrræði sem ætlunin er að beita komi til með að tryggja hagsmuni barnsins á fullnægjandi hátt. Þegar úrræðum er beitt í þágu barnaverndar varða þau oft atriði sem horfa til framtíðarinnar. Verið getur að á þeirri stundu sem taka þarf ákvörðun liggi alls ekki fyrir hvernig unnt verður að tryggja öryggi og velferð barnsins í framhaldi af ákvarðanatökunni. Barna- verndaryfirvöld bera ábyrgð á því að hagsmunir barns séu tryggðir eftir að ákvörðun er tekin svo lengi sem lög bjóða og þörf er á. Við ákvarðanir verður að taka mið af því hvernig unnt sé að tryggja öryggi og velferð barnsins í framtíðinni og á því bera barnaverndaryfirvöld ábyrgð, en ekki dómstólar. í stuttu máli má segja að dómstólar eigi erfitt með að leysa úr málum á grundvelli þess sem gæti gerst eða ekki gerst í framtíðinni. Ljóst er að dómstólar færu með úrlausnarvald í barnaverndarmálum sam- kvæmt 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 ef úrlausn væri ekki falin barnaverndarnefndum samkvæmt lögum. Vandinn við mat á því hvernig þessu verði best fyrir komið er e.t.v. fyrst og fremst sá að við vitum ekki þegar á heildina er litið hvort dómstólaleiðin er endilega betri. Ekki er vitað hvort úrlausnir dómstóla yrðu nægjanlega skilvirkar. Tryggja þarf að dómstólar geti sinnt þessu, en eins og kunnugt er, þá er álagið á dómstólana alltof mikið. Ef það er almennt talið tryggja réttaröryggið betur að dómstólar fari með þetta úrlausnarvald þá hlýtur einhver önnur ástæða að vera fyrir því að barnaverndar- mál eru að miklu leyti undanþegin valdsviði þeirra. Líklegasta skýringin er sú að það sé ekki talið betra fyrir barnið að leita þurfi til dómstóla við ákvarðanatöku um öryggi og velferð þess. í umræðum á Alþingi um lagafrumvarpið kom skýrt fram það sjónarmið að dómstólaleiðin myndi best tryggja vandaða málsmeðferð, en að sjálfsögðu má 253

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.