Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 23
krefur. Þetta nýmæli er e.t.v. mikilvægt skref í þeirri viðleitni að tryggja sem best að heimildir barnaverndaryfirvalda verði ekki misnotaðar og að dómstólar hafi meiri afskipti af því en áður þegar heimilislíf er truflað með aðgerðum barnaverndaryfirvalda. 8. ÚRSKURÐARVALD í BARNAVERNDARMÁLUM Þá liggur næst fyrir að gera grein fyrir þeim rökum sem eru fyrir því, að barnaverndaryfirvöld úrskurði sjálf um aðrar aðgerðir sem beitt er í þágu barnaverndar en ekki dómstólar. Með vísan til þess að hér er um að ræða mikilvæg réttindi sem geta stangast verulega á, þ.e.a.s. réttindi barnsins til öryggis og velfarnaðar annars vegar og foreldraréttinn hins vegar verður að athuga gaumgæfilega hvernig þessi réttindi verði best tryggð. Því hefur verið haldið fram, m.a. í greinargerð með umræddu lagafrumvarpi, að dómstólar væru vel til þess fallnir að tryggja rétt foreldranna en að sama gilti ekki þegar meta ætti hvernig réttindum og hagsmunum barns væri best borgið. Dómstólar eiga erfitt með að meta hvort þau úrræði sem ætlunin er að beita komi til með að tryggja hagsmuni barnsins á fullnægjandi hátt. Þegar úrræðum er beitt í þágu barnaverndar varða þau oft atriði sem horfa til framtíðarinnar. Verið getur að á þeirri stundu sem taka þarf ákvörðun liggi alls ekki fyrir hvernig unnt verður að tryggja öryggi og velferð barnsins í framhaldi af ákvarðanatökunni. Barna- verndaryfirvöld bera ábyrgð á því að hagsmunir barns séu tryggðir eftir að ákvörðun er tekin svo lengi sem lög bjóða og þörf er á. Við ákvarðanir verður að taka mið af því hvernig unnt sé að tryggja öryggi og velferð barnsins í framtíðinni og á því bera barnaverndaryfirvöld ábyrgð, en ekki dómstólar. í stuttu máli má segja að dómstólar eigi erfitt með að leysa úr málum á grundvelli þess sem gæti gerst eða ekki gerst í framtíðinni. Ljóst er að dómstólar færu með úrlausnarvald í barnaverndarmálum sam- kvæmt 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 ef úrlausn væri ekki falin barnaverndarnefndum samkvæmt lögum. Vandinn við mat á því hvernig þessu verði best fyrir komið er e.t.v. fyrst og fremst sá að við vitum ekki þegar á heildina er litið hvort dómstólaleiðin er endilega betri. Ekki er vitað hvort úrlausnir dómstóla yrðu nægjanlega skilvirkar. Tryggja þarf að dómstólar geti sinnt þessu, en eins og kunnugt er, þá er álagið á dómstólana alltof mikið. Ef það er almennt talið tryggja réttaröryggið betur að dómstólar fari með þetta úrlausnarvald þá hlýtur einhver önnur ástæða að vera fyrir því að barnaverndar- mál eru að miklu leyti undanþegin valdsviði þeirra. Líklegasta skýringin er sú að það sé ekki talið betra fyrir barnið að leita þurfi til dómstóla við ákvarðanatöku um öryggi og velferð þess. í umræðum á Alþingi um lagafrumvarpið kom skýrt fram það sjónarmið að dómstólaleiðin myndi best tryggja vandaða málsmeðferð, en að sjálfsögðu má 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.