Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 33
8. GILDI SAMNINGS UM VÍKJANDI LÁN VIÐ GJALDÞROT í 4. tölulið 114. greinar laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 er fjallað um rétthæð víkjandi lána við gjaldþrot. Þar er þeim kröfum sem samið hefur verið um að víki fyrir öllum öðrum kröfum vísað á tiltekinn stað í kröfuröðinni. Þarna er hins vegar ekki fjallað um víkjandi lán sem víkur aðeins fyrir einni tiltekinni kröfu. Ef skoðuð eru dönsk dómafordæmi má ráða af þeim að hvert tilvik þarfnist sérstakrar athugunar. Skoða þarf í fyrsta lagi efni samningsins og í öðru lagi atvik við samningsgerðina. Huga þarf að hver ætlun aðila var með því að gera lán víkjandi. Að þessu athuguðu hafa danskir dómstólar staðfest gildi slíkra samninga. 9. RÉTTARHEIMILDIR Við könnun mína á efninu rakst ég á hugtakið víkjandi lán á nokkrum stöðum. Þar var yfirleitt um tilvik að ræða sem falla undir opinberar reglur samkvæmt 3. b) hér að framan. Athyglisvert var að í öllum þeim tilvikum var tekið sérstaklega fram hvernig endurgreiðslu lánsins skyldi háttað. Samkvæmt því sem að framan er getið um skilgreiningu er slíkt ekki skilyrði fyrir því að um víkjandi lán sé að ræða. I. íslenskur réttur, gildandi og væntanlegur a) Lög um eignarleigustarfsemi nr. 19/1989, 2. málsgrein 3. greinar. b) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sparisjóði, nr. 87 4. júlí 1985. Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991. 2. töluliður B liðs 1. greinar. Ekki afgreitt. c) Frumvarp til laga um fjárfestingarlánasjóði atvinnuvega. Lagt fyrir Al- þingi á 113. löggjafarþingi 1990. 2. töluliður 13. greinar. Ekki afgreitt. d) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðskiptabanka, nr. 86 4. júlí 1985. Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991. 2. töluliður B liðs 4. greinar. Ekki afgreitt. e) Lög um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991, 4. töluliður 4. greinar. II. Réttur Efnahagsbandalags Evrópu a) Tilskipun nr. L 124/16 2. gr. 8) samanber 3. tölulið 4. greinar. b) Tilskipun nr. 372/8. 21. grein. Helstu heimildir The Law of Subordinated Deht eftir Philip R. Wood, útgefin 1990. Efí réttur, fjármálaþjónusta, sem viðskiptaráðuneytið gaf út í júlí 1991. 263

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.