Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 33
8. GILDI SAMNINGS UM VÍKJANDI LÁN VIÐ GJALDÞROT í 4. tölulið 114. greinar laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 er fjallað um rétthæð víkjandi lána við gjaldþrot. Þar er þeim kröfum sem samið hefur verið um að víki fyrir öllum öðrum kröfum vísað á tiltekinn stað í kröfuröðinni. Þarna er hins vegar ekki fjallað um víkjandi lán sem víkur aðeins fyrir einni tiltekinni kröfu. Ef skoðuð eru dönsk dómafordæmi má ráða af þeim að hvert tilvik þarfnist sérstakrar athugunar. Skoða þarf í fyrsta lagi efni samningsins og í öðru lagi atvik við samningsgerðina. Huga þarf að hver ætlun aðila var með því að gera lán víkjandi. Að þessu athuguðu hafa danskir dómstólar staðfest gildi slíkra samninga. 9. RÉTTARHEIMILDIR Við könnun mína á efninu rakst ég á hugtakið víkjandi lán á nokkrum stöðum. Þar var yfirleitt um tilvik að ræða sem falla undir opinberar reglur samkvæmt 3. b) hér að framan. Athyglisvert var að í öllum þeim tilvikum var tekið sérstaklega fram hvernig endurgreiðslu lánsins skyldi háttað. Samkvæmt því sem að framan er getið um skilgreiningu er slíkt ekki skilyrði fyrir því að um víkjandi lán sé að ræða. I. íslenskur réttur, gildandi og væntanlegur a) Lög um eignarleigustarfsemi nr. 19/1989, 2. málsgrein 3. greinar. b) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sparisjóði, nr. 87 4. júlí 1985. Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991. 2. töluliður B liðs 1. greinar. Ekki afgreitt. c) Frumvarp til laga um fjárfestingarlánasjóði atvinnuvega. Lagt fyrir Al- þingi á 113. löggjafarþingi 1990. 2. töluliður 13. greinar. Ekki afgreitt. d) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðskiptabanka, nr. 86 4. júlí 1985. Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991. 2. töluliður B liðs 4. greinar. Ekki afgreitt. e) Lög um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991, 4. töluliður 4. greinar. II. Réttur Efnahagsbandalags Evrópu a) Tilskipun nr. L 124/16 2. gr. 8) samanber 3. tölulið 4. greinar. b) Tilskipun nr. 372/8. 21. grein. Helstu heimildir The Law of Subordinated Deht eftir Philip R. Wood, útgefin 1990. Efí réttur, fjármálaþjónusta, sem viðskiptaráðuneytið gaf út í júlí 1991. 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.