Ægir - 01.04.1995, Page 6
Bátamaður umfram allt
Grétar Mar er fæddur í Hafnarfirði sonur Jóns
Eðvaldssonar skipstjóra og Guðbjargar Ástvalds-
dóttur, elstur þriggja barna þeirra. Hann hefur ver-
ið á sjó frá 15 ára aldri. Fyrsta skipsrúmið hans
sem fullgilds háseta var á Ljósfara frá Djúpavogi,
15 ára gamall á síldveiðum í Norðursjó árið 1970.
„Þetta var ævintýri," segir Grétar. „Við lönduð-
um í Danmörku, Þýskalandi og Shetlandseyjum
og fyrir ungan strák sem hafði aldrei verið í út-
löndum var þetta samfellt ævintýri, fínar tekjur og
þrælavinna."
Á þessum veiðum fékkst betra verð fyrir síldina
ísaða í kössum en fyrir þorsk heima á íslandi.
Leið Grétars lá í Stýrimannaskólann og þaðan
útskrifaðist hann 1975 og fór þá sem stýrimaður á
Dagfara á loðnuvertíð. Muninn, Faxavík, Geir goði
og fleiri bátar ent nefndir í þessari upprifjun. Grétar
segist alltaf hafa verið bátamaður og aðeins einu
sinni komið um borð í togara á skólaánmum þegar
hann fór einn túr á Snorra Sturlusyni RE.
„Mér líkaði það ekki illa en það höfðaði ekki til
mín."
Fyrsta skipið sem Grétar stýrði var Bjarnavík, 1S
tonna bátur frá Sandgerði sem hann var með í tvœr
vertíðir. Nœsta skref var skipstjórn á 75 tonna
bátnum Sigurjóni GK sem hann stýrði í fjórar ver-
tíðir og var reyndar þriðjungs hluthafi í báðum út-
gerðunum. Síðan var hann skipstjóri á Sœborgu frá
Sandgerði í sjö ár og stýrði Sigurvin Breiðfjörð GK
og Barða GK eina vertíð hvorum. Þetta er önnur
vertíðin sem hann er skipstjóri á Bergi Vigfíis.
Grétar er formaður Víkings, skipstjóra- og stýri-
mannafélags Suðurnesja, og hefur samtals setið
átta ár í sveitarstjórn í Sandgerði og verið í fram-
boði fyrir Alþýðufiokkinn og setið í nefndum fyrir
þeirra hönd. Hann situr nú í hafnarstjórn í Sand-
gerði og er fulltrúi á Fiskiþingi.
„Mér líkar best að vera á dagróörum svo maöur
geti verið í einhverjum tengslum við lífið í landi.
Þetta eru orðin 25 ár og vonandi á ég annað eins
eftir. Ég hef gaman af mínu starfi, hef veriö hepp-
inn og langar ekkert í land."
trollið til þess að fá hugmynd um fiskmagn á svæöinu. Stundum
veiðist fiskur í troll en stundum í línu og net og það á að nota það
líka. Það ætti að úthluta ákveönum svæðum eða reitum til að rann-
saka í stað þess að fara í sömu togslóðina ár eftir ár. Þannig fengist
víðtækari yfirsýn."
Hafið þið rœtt þetta við sérfrœðinga Hafrannsóknastofiuinar?
„Oft og mörgum sinnum. Það hefur verið stöðug gagnrýni á tog-
ararallið frá sjómönnum síðan það byrjaði en þeir hafa veriö svo
hátt uppi og yfir okkur hafnir að það hefur aldrei verið hlustað á
okkur.
Mér sýnist að það sé í raun orðinn algjör trúnaðarbrestur milli
fiskimanna og fiskifræðinga og það er sorglegt því við ættum að
geta unnið miklu meira saman. Fiskifræðingar ættu að taka miklu
meira tillit til okkar sjónarmiða við veiðiráðgjöf en þeir gera í dag."
Er þetta ekki bara reiði út í sendiboðann sem flytur slœmar fréttir?
Viljið þið ekki bara fá að ausa upp fiskinum án alls eftirlits vísinda-
manna?
„Nei, það er ekki rétt. Á ráðstefnu sem Farmanna- og fiski-
mannasambandið hélt í Vestmannaeyjum ályktuðum við að það
ætti að bæta við þorskveiðina en vöruðum jafnfram við of mikilli
veiði á karfa og grálúðu. Sú ímynd sjómanna að þeir vilji vaða á
skítugum skónum um auölindina og klára fiskistofnana er ekki
rétt. Við viljum vernda og rækta stofnana."
Fiski er alls staðar hent, allt árið
Eitt af þvi sem mikið er rcett um þessa dagana er að sjómenn
hendi fiski og birst hafa myndir af dauðum þorski í tonnavís fljót-
andi á sjónum eftir að hafa verið hent afrœkjubát. Er þetta að gerast
hér úti fyrir þar sem menn eru á flótta undan þorskinum?
„Já, þetta er að gerast þar og alls staðar. Fiski er hent alls staðar
og meira og minna allt árið. Það sjást þessar myndir í Fiskifréttum
sem hneyksla alla. Það stóð skipstjóri hér upp á pólitískum fundi á
dögunum og sagði frá því að hann hefbi tekið þátt í að henda fiski.
Ég vil meina að það séu um það bil 20% af veiddum þorski sem
aldrei kemur í land sem skrábur þorskur heldur er hent eða landað
framhjá."
Hefur þú hent fiski?
„Nei, þab hef ég aldrei gert. Dettur þér í hug ab ganga að manni
á Laugaveginum og spyrja í beinni útsendingu hvort hann hafi
svikið undan skatti. Auðvitað hef ég aldrei hent fiski."
Neðanjarðarhagkerfi og Stasi vinnubrögð
Sé ágiskun Grétars rétt um 20% „skattsvik" í kerfinu þýðir það
um 40 þúsund tonn afþorski. Fiski er að hans sögn landað framhjá
vigt á nœtumar, falinn undir netum í körum og undir öðrum fiski í
körum. Svindl afþessu tagi er auðvitað ekki stundað nema með þátt-
töku fiskverkenda og fleiri aðila. Grétar segir dœmi um að útgerð og
fiskvinnsla bindist samtökum um að veiða framhjá kvóta og gefa
ekkert upp en skipta með sér ágóðanum. Fiskur gengur kauputn og
sölum á svörtum markaði framhjá öllu kerfi. En vœri hœgt að koma
í veg fyrir þetta með auknu veiðieftirliti eins og Fiskistofa hefur hald-
ið fram þegar þetta berst í tal?
„Það er engin lausn. Aukið eftirlit endar bara í einhverjum Stasi-
6 ÆGIR APRÍL 1995