Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Síða 9

Ægir - 01.04.1995, Síða 9
hægt að lækna krabbamein með því að setja plástur á það. Það verður að skera það í burtu." Ekkert af markmiðum kvótakerfisins hefur náðst „Við hjá Farmanna- og fiskimanna- sambandinu höfum alltaf sagt að þetta kerfi sé algjörlega ónothæft. Það hefur ekkert af markmiðum þess náðst. Þegar kvótakerfið var sett á var markmiðið að vernda fiskistofnana. Samkvæmt áliti fiskifræðinga í dag, sem er reyndar rangt hvað varðar þorskinn, þá er staða fiskistofna aldrei verri. Skulda- staða sjávarútvegsins og afkoma hans í heild hefur aldrei verið verri. Það er löngu tímabært að taka upp aðrar að- ferðir. Segjum nú svo að úr rættist og þorskafli yrði aukinn og eftir tvö ár mætti t.d. veiða 300 þúsund tonn. Hvað myndi gerast? Þá kæmu frysti- skipin aftur inn í landhelgina til þess að taka kvótann sinn og þá hverfa tekjur af utankvótategundum og kak- an stækkar í heildina ekki neitt." Er sóknarmarkiö þá það kerfi sem við eigum að taka upp í staðinn? „Já, það er besti kosturinn. Það eru til margar útfærsluleiðir á því hvernig fiskveiðum er stýrt. Við erum að senda Davíð Oddssyni skjal með tillögum okkar. Það hljóðar svona: „Við undirritaðir skipstjórar skorum á stjórnvöld að auka þorskkvóta þessa árs um 50 þúsund tonn vegna mikillar þorskgengdar á flestum miðum. Skip sem hafa leigt meira en 25% af eigin þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári fái ekki kvóta úr þessari aukaúthlutun. Auk þess leggjum við til að Hafrann- sóknastofnun fái sem svarar 5 krónum af hverju kílói þessa kvóta til þess að standa straum af auknum rannsóknum á þorskstofninum." Undir þetta hafa þegar skrifað á annað hundrað skipstjórar á svæðinu frá Hornafirði vestur á Breiðafjörð." Þetta myndi skila Hafrannsókna- stofnun 250 milljónum. Hvemig fmnst Grétari að stofnunin œtti að nýta sér aukin fjárframlög? „Mér finnst Hafrannsóknastofnun ekki hafa sinnt því nógu mikið að merkja fisk sem mér finnst vera grund- vallaratriði og það ætti að vinna meira að því hringinn um landið. Við þurf- um að vita meira um göngur fisksins. Þetta hefur ekki verið gert neitt að ráði síðan 1970 og vitneskja okkar á þessu sviði byggir á rannsóknum Jóns Jóns- sonar frá 1950-1960. " Þorsteinn Pálsson og Kristján eins og Baldur og Konni En hvers vegna afhendið þið Davíð Oddssyni þessa ályktun en ekki Þor- steini Pálssyni. Er Þorsteinn ekki sjávar- útvegsráðherra og ykkar maður? „Við sjómenn getum ekkert rætt við Þorstein um þessi mál. Hann situr ekki í þessu embætti fyrir okkur og hefur ekki tekiö mark á okkur á einn eða neinn hátt. Hann aðhyllist aflamarks- S© n n nm 5 z n i n vskfa 11 viTifi \ t ÆGIR APRÍL 1995 9

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.