Ægir - 01.04.1995, Qupperneq 13
MARS
Guöbjartur ÍS veröur úreltur í staö
nýja skipsins.
M Ólafi Jónssyni GK, ísfisk-
togara frá Sandgeröi, verö-
ur breytt í frystitogara. Breyting-
amar veröa geröar innanlands og
áætlaöur kostnaöur er um 70
milljónir króna. Fjölgað verður
um 8 manns í áhöfninni.
M ístog hf. á Patreksfirði tekur
■■i á leigu rússneskan togara
til veiða á úthafskarfa. Meö þessu
má segja að togaraútgerð hefjist á
ný frá Patreksfirði en þaðan var
síðast geröur út togari 1989.
PM Verö á leigukvóta hefur
Kðai aldrei veriö jafnhátt og þaö
er nú eöa 95 krónur fyrir hvert
kíló af þorski. Þetta er mjög svip-
að verð og fæst fyrir óslægðan
þorsk á fiskmarkaði. Fullyrt er aö
þeir sem kaupa kvóta á þessu
verði hagnist ekki á því heldur
séu aö kaupa sér lausn vegna mik-
ils meðafla af þorski.
RM Fiskifréttir birta ljósmyndir
Ififl teknar um borö í rækjutog-
ara úti fyrir Vestfjörðum sl. sumar
og sýna dauðan þorsk í tonnatali
sem hent var fyrir borð. Fullyrt er
að í þetta eina sinn hafi 100-150
tonn farib forgörðum á rækju-
miðunum. Myndirnar vekja verð-
skuldaða athygli.
PM Eftir mikið „gullæði" í
■■■ frystingu loðnuhrogna
kemur í ljós að alls voru fryst rúm
8.000 tonn á vertíðinni, sem er
talsvert meira en nemur ársneyslu
Japana, og er búist við verðfalli og
sölutregbu í kjölfarið.
PPi 117 skipstjórar frá Horna-
■fifl firði til Snæfellsness skrifa
undir áskorun, sem afhent var
Davíð Oddssyni forsætisráðherra,
þess efnis að þorskveiðikvóti
ársins verði aukinn um 50.000
tonn vegna mikillar þorskgengdar
á flestum miðum. Þeir telja að of
langt hafi verið gengib í friöunar-
aðgerðum.
SJAVARSIÐAN
MAÐUR MÁNAÐARINS
Maður mánaðarins er Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur á Hafrannsókna-
stofnun. I mánuðinum birti Hafró niðurstöður úr tíunda togararallinu. Þær nið-
urstöbur voru tæpast mikill fagnaðarboðskapur því í ljós kom að nýliðun var slök
og ástand veiðistofns þó hann hafi mælst allnokkru stærri en 1994.
Ólafur Karvel hefur haft umsjón meb togararallinu frá því þab hófst 1985. Þab
hefur því oft komiö í hans hlut að vera boðberi slæmra tíðinda og skýra frá
hnignun þorskstofnsins og slæmu ástandi hans.
„Þetta er frekar lýjandi hlutverk en við vonum
auövitað alltaf að einhvern tímann færum við þjób-
inni gleöitíðindi. Tilgangurinn meö þessu öllu sam-
an er að stofninn vaxi og dafni. Það voru jákvæð
teikn á lofti í fyrra þegar árgangurinn frá 1993
reyndist skárri en fyrri árgangar. Þess vegna var það
nokkuð bakslag að fá slakan árgang 1994."
Ólafur Karvel Pálsson er ísfirðingur, fæddur 29.
janúar 1946, sonur hjónanna Páls Pálssonar skip-
stjóra og Ólafar Karvelsdóttur. Hann er næstelstur
fimm systkina. Páll Pálsson afi Ólafs var, eins og
faöir hans og alnafni, nafntogaður skipstjóri og útgerðarmaður vestra og þekkt
aflaskip þar ber sama nafn.
Ólafur Karvel nam fiskifræði við háskólann í Kiel í Þýskalandi og lauk þaðan
diplomprófi 1972 og doktorsprófi 1979. Hann hefur verið fastráðinn starfsmaður
Hafró frá 1975 auk þess að vera viðloðandi stofnunina á námsárunum.
Ólafur Karvel er kvæntur Svandísi Bjarnadóttur og þau eiga tvær dætur, Berg-
lindi Rán og Margréti Ólöfu.
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Þetta er glæpsamlegt athæfi gagnvart framtíðinni og algjörlega ófyrirgefanlegt."
Kristján Ragnarsson formabur LÍÚ fordæmir þá sem henda fiski í sjóinn.
„Þessar ljósmyndir staðfesta einfaldega sögusagnir sem á kreiki hafa verið um að
fiski sé fleygt í stórum stíl og jafnvel í ríkara mæli en menn hafa trúað." SÆVAR
Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands um myndir í Fiskifréttum af
fiski sem rækjuskip hentu út af Vestfjörðum.
„Þetta er auðvitab hreinn og klár þjófnaður og við því er aðeins eitt ráð. Þab á að
lögsækja þjófana." HÖRÐUR Rögnvaldsson karasmölunarmaður lýsir starfi sínu í
viðtali við Fiskifréttir.
„A Grænlandi segja menn: Berðu hundinn þinn nógu oft, þá bítur hann. Sjó-
mannasamband íslands og Vélstjórafélag íslands verba nú að taka þá afstöðu að
bíta frá sér og leggja af stuðning við kvótabraskkerfið." Guðjón Arnar Kristjáns-
son brýnir menn í forystugrein í Víkingi.
;;Stjórn fiskveiöa er kák, boð og bönn, skraptól uppi í landsteinum, gróburinn
horfinn, vistkeðjan rofin, ekkert skjól, líflaus auðn og fiskurinn hverfur á stórum
svæðum." Haukur Sveinbjarnarson lýsir íslenskum sjávarútvegi í grein í Morg-
unblabinu.
ÆGIR APRÍL 1995 13