Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 19
3. mynd. Meðalfjöldi ungrækju (í skjóðu) á sjómílu, árin
1988-1994, eftir smáreitum (1/4 af tilkynningarkyldureitum).
4. mynd. Meðalfjöldi ungrækju (í skjóðu) á sjómílu,
árið 1994, eftir smáreitum.
Nýliöun 2-3 ára rækju var metin sem sá hluti vísitölunn-
ar sem er 12-17,5 mm. Þetta er rækjan sem kemur í sjálfa
vörpuna en ekki smæsta rækjan sem kemur í skjóðuna.
Útbreiðsla smárækju (aðallega 1-2 ára) var metin með
því aö telja fjölda rækju sem kemur í smáriðna skjóðu sem
fest er aftast á pokann á rækjuvörpunni. í skjóðuna kemur
auk smárækjunnar mikið magn af ljósátu, ögnum og mar-
flóm sem eru flokkaðar, taldar og vegnar.
Auk rækju var fiskur rannsakaður, einkum grálúða og
smákarfi. Lítið hefur fengist af þorski. Fiskurinn hefur allur
verið talinn. Karfi, grálúða og þorskur voru mæld, en auk
þess hafa þorskurinn og grálúðan verið kvörnuð og þannig
nýtist t. d. grálúðan við athuganir á þeim hluta grálúðu-
stofnsins sem er fyrir norðan og austan land á sumrin.
Staðsetning toga sem tekin hafa verið við stofnmælingu
úthafsrækju er sýnd á 1. mynd. Á 2. mynd eru sýndir þeir
tilkynningarskyldureitirnir þar sem úthafsrækja fæst helst
og í töflu 1 eru úthafsrækjusvæðin talin upp og sýnt hvaða
tilkynningarskyldureitir tilheyra hverju svæði.
Fjöldi togstöðva var mismunandi ár hvert (tafla 2) og hef-
ur hann einkum farið eftir því hvort Rauða torgið og Halinn
Tafla 2
Fjöldi togstöðva í stofn-
mælingu úthafsrækju
Ár Fjöldi stöbva
1988 191
1989 197
1990 188
1991 188
1992 200
1993 181
1994 192
voru með, eða frá 181-200. Árið
1991 var togum í fáeinum smáreit-
um þar sem verið höfðu fimm tog
fækkað með tilviljanakenndu úrtaki
niður í 4 tog. Eftir það hafa mest
verið fjögur tog á smáreit.
Ungrækja
Útbreiðsla ungrækju (aðallega
1-2 ára rækju í skjóðu) er sýnd á 3.
og 4. mynd. Þegar öll árin
1988-1994 eru tekin saman sést að
helstu ungrækjusvæðin eru við
Grímsey, við Sléttugrunn, fyrir
austan land á Bakkaflóadjúpi og í
Héraðsdjúpi (3. mynd). Á 4. mynd
má sjá hvar ungrækjan hélt sig
helst árið 1994. Auk fyrrgreindra
fjögurra svæða var einnig töluvert
af ungrækju í Skagafjarðardjúpi
árið 1994. Útbreiðsla ungrækju var
mjög svipuð árið 1993 og árið 1994
og heldur meiri en árin þar á und-
an.
Nýliðun 2-3 ára rækju (12-17,5
mm að skjaldarlengd) er mismun-
andi eftir svæðum. Svæðið Noröur-
kantur-Grímsey er veigamest með
vísitöluna 4,1 og 5 árin 1988 og
1989 (tafla 3). Á árunum
1990-1994 var nýliðunarvísitalan á
þessu svæði 6,4-9,6. Á svæðinu
Sléttugrunn og Langanesdjúp hafa
á síðustu 5 árum komið fram mun
meiri sveiflur í nýliðuninni. Hæst
var nýliðunin þar árin 1991 og
1993, 4,5 og 4,7, en aðeins 2,2 og
2,3 árin 1992 og 1994. Á austasta
svæðinu, Bakkaflói og Héraðsdjúp,
var nýliðun einnig sveiflukennd öll
árin en öfug við nýliðunina við
Sléttugrunn og á Langanesdjúpi.
Höfundar starfa
á Hafrann-
sóknastofnun
tst
Unnur
Skúladóttir
Ásta
Guðmundsdóttir
Guðmundur S.
Bragason
Gunnar
Pétursson
Sólmundur T.
Einarsson
Stefán H.
Brynjólfsson
ÆGIR APRÍL 1995 19