Ægir - 01.04.1995, Page 24
Netagerð Jóns Holbergssonar
Tökum þátt í þróuninm
Jón Holbergsson rekur netagerð
undir eigin nafni í Hafnarfirði.
Hann hefur verið netagerðarmaður
alla ævi, lærði fagið af föður sínum
og Reykdal Jónssyni bróður hans.
Jón hefur rekið eigið verkstæði í tæp
30 ár, frá 1966. Fyrstu 17 árin í
Grindavík en síðan flutti starfsemin
í Hjallahraunið. Jón segir að sam-
dráttur í fiskveiðum og útgerð und-
anfarin ár hafi sett mark sitt á starf-
semi netagerða. Sumar hafa dregið
saman starfsemi sína og jafnvel hætt
og Jón segist verba var við harbari
og óvægnari samkeppni í gerð veið-
arfæra og vinnslu útboða.
Veiðarfæri, þ.e. net, eru mebal elstu
uppfinninga mannsins og stundum
eru þau lítt breytt áratugum saman en
verður stökk fram á vib í þróun þeirra.
íslendingar hafa sinnt veiðarfærarann-
sóknum nokkuð á undanförnum 10
árum einkum með tilkomu og notkun
neðansjávarmyndavéla og tilrauna-
tanka.
„Það hefur orðið sannkölluð í bylt-
ing með tilkomu slíkra rannsókna,"
sagði Jón í samtali við Ægi.
Árið 1986 voru gerðar athuganir á
nýjum gerðum humartrolla á rann-
sóknaskipinu Dröfn og voru reyndar
tvær gerðir nýrra humartrolla. Annað
þeirra var hannað af Jóni Holbergssyni
og sett upp í netagerð hans og hlaut
það nafnið Gaflarinn.
„Þarna gafst okkur í fyrsta sinn
tækifæri til þess að sjá hvernig ýmis-
legt virkaði í raunveruleikanum og
mjög spennandi að sjá hvort þær hug-
myndir sem lagöar voru til grundvallar
stæðust prófið," sagðijón.
Afrakstur þessara tilrauna Hafró,
Hampiðjunnar og netagerðar Jóns var
ný gerð af humartrolli sem hefur æ
síðan notið mikilla vinsælda meðal
humarbáta og á þeim nokkru árum
sem liðin eru síðan hefur allur humar-
flotinn breytt sínum trollum til sam-
ræmis við þær breytingar sem litu
dagsins Ijós með Gaflaranum.
„Við setjum upp mörg troll hér á
verkstæðinu, bæði humartroll, fót-
reipistroll, fiskitroll og rækjutroll.
Þannig má segja að bátaflotinn sé við-
skiptavinir okkar. Við gætum þjónu-
stað togara líka en þeir eru sjálfum sér
nógir ab miklu leyti.Við erum nánast
hættir að skipta okkur af netabátum
en meðan við vorum í Grindavík var
það stærri þáttur."
Jón Holbergsson netageröarmaður.
Auk þess að setja upp ný veiðarfæri
og gera við gömul annast netaverk-
stæðið sölu á flestum hlutum sem
varða veibarfæri og viðhald þeirra s.s.
keðjum, lásum, tóum, polyvír, vírum
og ótal fleiri aðskiljanlegum hlutum
sem aðeins sjómenn kunna skil á. Þó
flestir viöskiptavina Jóns séu íslenskir
hafa veiöarfæri frá honum verið seld
bæði til Namibíu og Suöur-Ameríku.
„Við reynum að útvega mönnum
það sem þeir þurfa."
Dragnót eða snurvoð er veiðarfæri
sem nýtur vaxandi vinsælda víða um
land. Dragnótin er mikið notuö til
þess að sækja í ýmsar utankvótateg-
undir sem hafa risið til vegs og virð-
ingar með hömlum á veiði annarra
fisktegunda. Þannig má segja ab kvóta-
kerfið hafi orðið til þess ab hleypa
nýju lífi í dragnótaveiðar. í samræmi
við það hafa verið gerðar talsverbar
endurbætur á dragnótinni og byggja
þær endurbætur á rannsóknum á
hegðun veiðarfærisins með neðansjáv-
armyndavél. Jón Holbergsson og verk-
stæði hans hefur tekið virkan þátt í
þeim rannsóknum. Viðskiptavinum
hans gefst kostur á að skoða í sjón-
varpi myndbandsupptöku af tilraun-
um með nýja útfærslu á dragnót sem
fyrirtæki hans tók þátt í 1992. Það var
gert með skipi á vegum Hafrannsókna-
stofnunar og dragnótabát frá Þorláks-
höfn. Gísli Jónsson sem er að sögn
Jóns mikill áhugamaður um veiðar-
færaþróun og slyngur skipstjóri með
dragnót tók þátt í þessari þróun.
„Þróunin í dragnótinni hefur verið
mikil. Með þessum tilraunum sýndum
við fram á að með því ab breyta
dragnótinni meb því að auka í netið
og nota þrjá grandara í stað tveggja
áður er hægt að lyfta höfuðlínunni úr
5-6 metra hæð yfir botni í 10-11
metra hæð," segir Jón.
Með þessu móti er búið að gera
dragnótina að mun öflugra og skil-
virkara veiðarfæri en áður og þessar
nýju og breyttu dragnætur eru sem óð-
ast að ná fótfestu í flotanum því eng-
inn vill vera eftirbátur annarra og fiska
minna af því hann sé ekki með réttu
græjurnar.
„Það er algjör bylting fyrir okkur ab
geta séð þetta. Þessi breyting sem við
gerðum á dragnótinni er tvímælalaust
framför."
Nýja gerbin af dragnótinni hefur
hlotið nafnið Gleypir og gefur það til
kynna eiginleika hennar.
Einnig hafa verið gerðar ákveðnar
breytingar á fótreipistrolli fyrir fiski-
báta sem gáfu meiri lyftingu á höfuð-
línuna og hækkubu hana í 6 metra frá
botni í stað 3-4 áður. Þetta byggir
einnig á notkun neðansjávarmynda-
véla.
„Það er ab mínu viti talsvert starf
óunniö í veiðarfærarannsóknum. Það
versta er að opinberir styrkir eru fáir og
smáir. Fjármagnið kemur að mestu frá
fyrirtækjum sem eru að standa í þessu.
Við gætum lært af öðrum þjóðum og
gert okkar sérþekkingu og hugvit tengt
veiðarfærum að útflutningsvöru." □
24 ÆGIR APRÍL 1995