Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 29
fyrir hvern einstakan starfsmann fá all-
ir sama bónus hvar sem þeir vinna í
húsinu, allt frá móttöku þar til fryst-
ingu er lokið. Kjörin eru mun jafnari í
þessu kerfi því innan þess er enginn
launamunur nema sá sem ræöst af
mislöngum starfsaldri, námskeiðum
o.þ.h."
Er þetta þá meðaltalsbómis fyrír all-
an hópinn?
„Já, hann er reiknaður út vikulega
og leggst ofan á tímakaupið. Þetta er
verulegur kaupauki því bónusinn getur
verið 50% af tímakaupinu og jafnvel
meira."
Þess má geta til fróðleiks að í febrííar
var meðaltalsbónusinn í Hrísey 170 kr.
á klukkustund, en tímakaupið er frá
270 kr. og upp í 312 kr. Frystihús KEA
í Hrísey var með sama meðaltalsbónus
í febrúar og var í öllum frystihúsum á
Norðurlandi. Hins vegar var verulegur
munur á milli frystihúsa á Norðurlandi
að þessu leyti. Lœgstur var meðaltals-
bónusinn 149 kr. á tímann í frystihúsi
ÚA á Akureyri en hœstur í Eiskiðjunni á
Sauðárkróki, 219 kr. á tímann. Sam-
kvœmt þessu getur tímakaupið rokkað
til frá 320 upp í 540 kr. á tímann.
Þetta er töluverður munur og helgast af
ýmsu, hversu vant fólkið er, gœðum
hráefhisins og hvers konar vinnsla er í
gangi.
Matthildur staðfestir það að veruleg-
ur munur sé á bónusnum milli húsa, en
bœtir því við að þeir staðlar sem kerfið
byggist á skapi einnig mismun.
„Kerfið miðast við það að fiskurinn
sé aö meðallagi 1,9 kg upp úr sjó en
hér á Norðurlandi og einnig á Aust-
fjörðum nær hann ekki þeirri stærð.
Það kom glöggt í ljós í könnun sem
gerð var á vegum fiskvinnsludeildar
Verkamannasambandsins sl. haust.
Fiskurinn sem kemur til vinnslu á Suð-
ur- og Vesturlandi er hins vegar stærri
og þaö skapar misræmi. Það hefur í
mörg ár ríkt óánægja með þetta hér
fyrir norðan og austan."
Góð samstaða um hópbónusinn
En hefur þetta kerfi ekki haft álnifá
starfsandann?
„Jú, mórallinn er öðruvísi. Það er
engin innbyrðis samkeppni. Við sem
þekktum eldra kerfið og vorum vön
því fundum kannski ekki fyrir mikilli
streitu fyrr en nýja kerfið kom, þá
fundum við að hún hafði verið tölu-
verð. Það hefur hins vegar ekkert
breyst að það þarf að hafa fyrir bón-
usnum, hann kemur ekki af sjálfu sér."
Hvað með kjörin, lœkkuðu ekki ein-
hverjir í launum við breytinguna?
„Jú, einhver dæmi voru um það, en
í upphafi náðist ótrúlega góð samstaða
um hópbónusinn og það eru allflestir
ánægðir með þetta kerfi."
Hefur það ekki breytt vinnuaðstöð-
unni?
„Jú, hún hefur breyst töluvert.
Vinnuaðstaöan í flæðilínunni er betri.
Við höfum stóla til aö sitja á og losn-
um við þennan bakkaburð sem var svo
mikill í gamla kerfinu.
Matthildur með flæðilínuna í
Fiskvinnslu KEA í Hrísey í baksýn
En þetta er alltaf jafneinhæf vinna
og sá hreyfanleiki sem flæðilínan átti
að hafa í för með sér hefur ekki orðið
að veruleika. Það var rætt um að það
yrði meiri hreyfanleiki milli starfa, en
reyndin hefur oröið sú að fólk festist í
ákveðnum störfum og sinnir þeim dag
út og dag inn.
En þótt vinnuaðstaðan sé betri í
flæöilínunni finnst mér skorta nokkuð
upp á að kostirnir séu nýttir til fulls.
Það er mjög misjafnt milli húsa hvern-
ig að því er staðið og sums staðar hafa
sjúkraþjálfarar kennt fólki að nýta
vinnuaðstöðuna eins og þarf að gera.
Það þarf líka að halda uppi reglulegri
ieikfimi til að vinna gegn einhæfni
starfsins, en það er upp og ofan hvort
það er gert."
Fullvinnslan fjölgar störfunum
Hér í Hrísey hefur verið farið inn á
þá braut að auka fullvinnsluna, hefur
það ekki breytt vinnubrögðum ykkar?
„Jú, þaö hefur orðið geysileg breyt-
ing á framleiðslunni. Hér áður fyrr var
nær eingöngu unnið í fimm pund og
blokk, en nú eru flökin lausfryst og
smápakkavinnslan hefur aukist mikið.
Samhliða þessu hafa kröfur aukist til
starfsfólks um gæði og einnig bætta
meðferð hráefnisins og allt hreinlæti.
Hins vegar er það svo að þótt samn-
ingar kveöi á um að fólk skuli njóta
verkkennslu á vinnustað er þaö alls
ekki gert með fullnægjandi hætti mið-
að viö þær auknu kröfur sem geröar
eru til starfsins."
Það hefur líka orðið mikil þróun á
vinnslutœkninni, ný tceki komið til sög-
unnar og gert fólk óþarft.
„Já, störfum í fiskvinnslu í landi
hefur fækkað verulega á undanförnum
árum, en ég held að aflasamdráttur og
aukin vinnsla úti á sjó eigi stærri þátt í
þeirri fækkun heldur en tækninýjung-
ar í fiskvinnslu. Á móti kemur að full-
vinnslan er að aukast og ég er sann-
færð um að ef sú þróun heldur áfram
muni störfum fjölga á ný."
En hvað sérðu fyrir þér í framtíðinni,
verður mannshöndin einhvern tíma
óþörf?
„Það er ómögulegt að sjá tækniþró-
unina fyrir, en þó held ég að vélarnar
muni aldrei geta unnið þetta alveg."
Lítið atvinnuöryggi
Eitthvað í lokin?
„Já, atvinnuöryggið í þessari grein
er mjög lélegt. Fiskvinnslufólk býr við
þaö nú að lög heimila atvinnurekend-
um að segja því upp kauptryggingar-
samningi með fjögurra vikna fyrirvara
vegna hráefnisskorts, en ástæða hans
getur jafnvel verið sú að skipin sigli
með aflann. Það er löngu tímabært að
þessum lögum verði breytt. Fiskvinnsl-
an verður að færa sig nær nútímanum
og bjóða starfsfólki sínu upp á sama at-
vinnuöryggið og tíðkast í öðrum grein-
um. Með því myndum við stíga fyrsta
skrefið i þá átt að verða alvörufólk á ís-
lenskum vinnumarkaði," segir Matt-
hildur Sigurjónsdóttir fiskverkakona í
Hrísey. □
ÆGIR APRÍL 1995 29