Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 31

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 31
upp í veiðistærð er um ótrúlegt magn að ræða. Það er lífsnauðsyn fyrir okkur sem þjóð að halda þessari samkeppni við lífsframfæri okkar í skefjum eins og við höfum vit og tækni til. Það er enginn að tala um útrým- ingu tegunda heldur að koma á skynsam- legu samræmi í náttúrunni til hámarksnýt- ingar þeirra nytjastofna sem við lifum á. Þarna á ég líka við nytjar af hval, sel og fuglum. Okkur vantar tilfinnanlega meiri verðmætaframleiðslu í þjóðarbúið þar sem atvinnustarfsemin í landinu stendur ekki undir þjónustunni sem alltof margir þurfa að sækja í. Til þess þarf að efla rannsóknir og gæta þess að slys verði ekki vegna of- veiði. Áhrif vorflóða á hrygningu Eitt atriði skylt þessu verð ég að nefna. Nytjafiskar okkar hafa þróast við ákveðin náttúruleg skilyrði sem eru svipuð frá ári til árs. Ég ætla aðeins að nefna eitt atriði, sem mér virðist einkenna hrygningarstöðvar og hrygningatíma þorsksins við landið, en það eru vorflóðin og aö árangur hrygningar orðinn í lágmarki. Ef til vill þarf að setja þá kvöð á virkjanirnar að vorflóðunum verði skilað til sjávar. Ef við segjum sem svo að eitt seiði kom- ist upp úr hverjum þúsund hrognum og einn veiðanlegur fiskur úr hverjum þúsund fiskseiðum, hvernig yrði staða okkar ef við gætum komið upp tveim fiskum í stað eins, sem næði meðaltalsveiðistærð. Stjórnvöld standa sig ekki í áróðrinum Ég held því fram að stjórnvöld hafi ekki komið á framfæri við aörar þjóðir þeim skýringum og áróðri fyrir nauðsyn okkar á veiðum sjávarspendýra sem fyrirheit voru gefin um og starfandi menn í sjávarútvegi hafa treyst á. Þann þunga virðist alveg vanta í umræðuna að hér sé um lífhags- munamál þjóðarinnar að ræða og geti skipt sköpum í sambandi við að halda efnahags- legu sjálfstæði. Hótanir um að spilla fyrir sölu aðalútflutningsvara okkar eru enn fyrir hendi og þess vegna verða menn að líta raunhæft á áhættu sem felst í að taka upp veiðar sjávarspendýra án þess að fullur skilningur ráðamanna annara þjóða sé á nauðsyn þess. Við höfum ekki efni á að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. □ Isboltar > FestingameistararClf’ 1 Meðyfir ISBOLTAR HF. STRANDGATA75 220 HAFNARFJÖRDUR ÍSLAND 77 91-652965 & 99-6965 ■ 91-652920 KENNITALA 540389-1449 lajpdHlstingar á lager Isboltar hf. bpðid þer el •fr Afgreiðsla beint af lager •tf Þú þarff ekki að fjárfesta í eigin lager ☆ Allar pantanir afgreiddar strax ☆ Heildsala, smásala vr Gedore handverkfæri í mikluúrváli ir Yfir 50 tegundir«f Hitachi rafmagnsverkfærum ☆ Borar, snitttappar og bakkar "— ☆ Ripaultsrafmagnstengi, vírog öryggi ■fr Omnifit boltalím, legultm og pakkningalím ☆ Dreumex handþvottakrem, Faborydjölnotaolíur ýr Sölumenn koma í heimsókn, sé þess óskað ☆ Bæklingar yfir allar vörutegundir ☆ Útvegum sérpantanir með skömmum fyrirvara Dagleg sendingaþjónusta ☆ Aukin þjónusta fyrir landsbyggðina Grænt númer: 996965 ábyrgö fyrir gæðum Perkins BÁTAVÉLAR Vélar & Tæki hf. Tryggvagata 18 - P.O. Box 397 - Reykjavík Símar: 91-21286 - 91-21460 ÆGIR APRÍL 1995 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.