Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1995, Page 33

Ægir - 01.04.1995, Page 33
ettsnef G 5s ingarnar mælingabát sem breski her- inn haföi notað á stríðsárunum. Hann var notaður til sjómælinga allt til árs- ins 1961 er hann var dæmdur ónýtur. 1962 voru geröar mælingar á Faxaflóa og Reykjaneshrygg með varðskipum í samvinnu við bandarísku sjómælinga- stofnunina. Næstu ár áttu Sjómælingar ekkert skip en sendu varðskip í ein- staka leiðangra. Árið 1972 fengu Sjó- mælingarnar afnot af bandarískum sjómælingabát og var hann notaöur á sumrum allt til ársins 1981 þegar hon- um var fargað, enda talinn ónýtur. Segja má að þáttaskil hafi orðið í starfsemi Sjómælinganna árið 1991 þegar mælinga- og eftir- litsbáturinn Baidur var afhent- ur Landhelgisgæslunni. Baldur er sérhannaður til mælinga á grunnslóð, smíðaður úr áli á Seyðisfirði 1991. Hann er 51 brúttólest, 20 metra langur með tveimur 326 ha. Ca- Drengir terpillar aðal- vélum og þykir ganggóður og lipur og getur snúist nær- fellt á punktinum (12 gráður á sekúndu). íbúðir fyrir átta manns og góð vinnuaðstaða er um borð. í ársbyrjun 1991 urðu önnur þáttaskil í starfsemi Sjómælinganna því þab ár hófst umfangsmikið sam- starf við Bandaríkjamenn um sjómælingar og sjó- kortagerð á íslensku hafsvæbi. Sam- starfið felst í því að ís- PCTI |P J Geirsson og Pórður Gíslason kortagerðarmenn hjá Sjó- : i_ 1 U í i mælingunum halda á handlóði sem fram á þessa öld var hin viðurkennda aðferð við að mæla dýpi og margar mælingar í íslenskum sjókortum byggja á notkun lóðs eins og þessa. lendingar leggja til bát og starfslib en Bandaríkjamenn mjög fullkominn tækjabúnab til mælinganna en fá í staðinn að njóta góðs af þeim upplýs- ingum sem safnast. Þetta samstarf stendur enn og þegar hefur fyrsta sjókortib sem byggir á þessum nýju mælingum litib dagsins ljós og annab er í burðarlibnum. Fyrir- sjáanlegt er að samvinna þessi standi um árabil og valdi byltingu í íslenskri sjókortagerð ef ab líkum lætur. Sjómælingar íslands voru sameinab- ar Landhelgisgæslunni árið 1982 og heyra undir forstjóra hennar. Að öðru leyti starfar stofnunin alveg sjálfstætt með sérstöku starfsliði og er til húsa á Seljavegi 32 í sömu húsakynnum og Landhelgisgæslan. Markmið stofnunarinnar er ab hafa ávallt á bobstólum sjókort, leibsögu- bækur og önnur slík hjálpargögn sem nauðsynleg eru sjófarendum til sigl- inga með ströndum landsins og á landgrunninu öllu. Auk sjókorta gáfu Sjómælingarnar út leiðsögubók árið 1991 en slík bók hafði þá síðast komið út 1951 en þá var endurútgefin leibsögubók frá 1932. Fyrir utan hefðbundin sjó- kort gefa Sjómælingarnar út hafnakort af flestum höfnum landsins, fiskikort, skólakort og kort af hafinu umhverfis ísland, lista yfir tákn og skammstafanir í kortum, vita og sjó- merki, sjávarföll við Island, alþjóðlegt sjómerkjakerfi og mánaðarlega eru gefnar út tilkynningar til sjófarenda sem eru einkum leibréttingar í sjókort, breytingar á vitum og annað sem sjó- farendur varðar. í þessu felast einnig tengsl stofnunarinnar við útlönd því tilkynningar til sjófarenda fara til syst- urstofna Sjómælinganna víða um heim. í 5. lið 10. greinar reglugerðar um björgunar- og öryggisbúnað ís- lenskra skipa nr. 189 frá 21. mars 1994 segir: „Sérhvert skip skal hafa nýjustu útgáfu nauðsynlegra sjókorta, þ.e. yfirsiglinga- og sérkort. Nauðsynleg tæki skulu vera til að setja út í sjó- kort svo og vitaskrár, flóðtöflur og nauðsynlegar leiðsögubækur fyrir þau svæði sem fyrirhugað er ab sigla um. Leiðréttingar sem fram koma eftir útgáfu og birtar eru í tilkynn- ingum til sjófarenda skulu færbar í kortin. Abrar leiðréttingar sem birt- ast skal heimfæra þar sem við á." ÆGIR APRÍL 1995 33

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.