Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1995, Qupperneq 34

Ægir - 01.04.1995, Qupperneq 34
Róbert Dan Jensson forstööumaður Sjómælinga: Brýn þörf á nýjum mælingum Mikið af mælingum frá síðustu öld enn í kortum „Þetta samstarf byggir á því ab Naval Oceanographic Office, sem er deild í sjóhernum, lætur okkur í té nákvæmari tæki en vib höfum ábur haft abgang ab. Vib sjáum um mæl- ingarnar en þeir fá í stabinn kópíur af öllum kortum sem verba til vib þetta." Þannig iýsir Róbert Dan Jensson, forstöbumabur Sjómælinganna, því samstarfi sem komst á milli Sjómæl- inganna og Bandaríkjamanna árib 1991 og hefur valdib straumhvörfum í íslenskri sjókortagerb. „í fyrstu vorum vib meb eldri gerbir tækja en nú eru notuö GPS-staösetn- ingartæki af bestu gerö sem sækja staö- setningar í gervitungl. Ábur var notast vib þríhyrningamælingar og nákvæma fjarlægö frá landi." Hefur þetta samstarf sem hófst 1991 eitthvert ákveöiö markmiö eins og t.d. aö endurnýja sjókortin hringinn um landiö? „Já, markmiöib er þab eitt aö efla sjómælingar og sjókortagerö. Engin tímamörk er aö finna í samningnum viö NAVOCENO, en hann er uppsegj- anlegur af hálfu beggja aöila hvenær sem er. Þaö hefur ótrúlega mikiö veriö unn- iö í mælingum síðan 1991. Við höfum notast við okkar mælingabát, Baldur, á grunnslóðinni, þar sem hann hentar best, en auk þess var varðskip í mæl- ingum í hálfan mánuö s.l. sumar." Baldur er sérsmíöað mælingaskip sem ristir rúman metra aö framan og 1.70 m aö aftan. Fyrir vikiö er hægt aö sigla honum afar grunnt og við erfiðar aöstæöur en á móti kemur aö hann hentar ekki eins vel til mælinga á opnu hafi eins og uppi viö ströndina. Baldri er haldið úti til mælinga yfir sumarið því til þess aö auðvelt sé aö eiga við mælingar uppi í landsteinum þarf aö vera gott veður. „Við förum af stað í byrjun maí og verðum fram í september. Á öörum tímum árs getur verið gott veður en hætt er viö að margir dagar falli úr." I áhöfn Baldurs eru að jafnaöi fjórir menn en skipstjóri á honum er Hilmar Helgason. Mælingarnar fara þannig fram aö Baldri er siglt eftir línum með fyrirfram ákveðnu millibili og ná- kvæmar dýptarmælingar og staðsetn- ingar teknar. Þaö talnaflóð sem þannig safnast verður síðan að sjókorti í tím- ans rás. Þær nýju mælingar sem gerðar eru á Baldri leysa stundum af hólmi danskar mælingar geröar á hinn hefö- bundna forna hátt meö handlóði með holrúmi í endanum. í holrúmið var klesst feiti og það sem loddi við hana gaf til kynna hvort botninn væri leir, hraun, sandur eða eitthvað annaö. Var orðin brýn þörf á að gera nýjar mælingar? „Hún var svo sannarlega orðin brýn. Það er mikið af mælingum í kortunum okkar ennþá sem eru frá því um og fyrir síöustu aldamót. Þessar mælingar voru gerðar með handlóði og sextant. Þetta voru góðar mælingar á sínum tíma en þær standast auðvitab ekki kröfur tímans." „Við erum meb 200 mílna efnahags- lögsögu og 12 mílna landhelgi og vib höfum gert sorglega lítib í því að kort- leggja þessi hafsvæði." Má þá líta á þetta samstarf vib Am- eríkanana sem byltingu fyrir stofnun- ina? „Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir okkar starfsemi, á því er enginn vafi." Sjómælingarnar eru í þann veginn að stíga stórt skref inn í framtíöina en í sumar verbur settur upp fyrsti áfangi tölvukerfis til kortagerðar. Þetta er tölvukerfi sem heitir CARIS og er eitt það besta sem býðst. „Með tilkomu þessa getum við í ná- inni framtíð boðið upp á elektrónísk sjókort sem standast kröfur nútímans. Þau tölvukort sem nú eru í boði eru aðeins skönnuð pappírskort og ekki nothæf til að sigla eftir þeim." Fyrsti áfangi tölvukerfisins kostar 2 milljónir en fljótlega þarf svo bæta vib það. Tilkoma þess eykur afkastagetu Sjómælinganna en áfram verba eldri abferðir notaðar samhliða tölvukort- um. En leysir tölvan kortagerðarmenn af hólmi? „Nei. Þeirra starf breytist aðeins og í stað penna og teikniborðs munu þeir vinna við tölvur." Voru framlög ríkisins aukin til Sjó- mælinganna í samræmi vib þessi auknu umsvif? „Nei, um það er ekki að ræða. Og 34 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.