Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1995, Qupperneq 37

Ægir - 01.04.1995, Qupperneq 37
DYPTARMÆLAR tækja verða aö vita til þess að gera sér fyrir mmm fiskiskip h 6 Þ ™m ð “ Allt frá upphafi siglinga hefur það verið skipstjórnarmöjin- um niikil nauðsyn að þekkja dýpið undir skipi sínu, ekki síst á ókunnum hafsvœðum eða á þröngum siglingaleiðurti þegar siglt er á milli skerja og grynninga.Gífurlegar framfarir hafa orðið íþróun dýptarmœla frá upphafi til dagsins í dag. Benedikt Blöndal. Fyrstu rafmagns-dýptarmælarnir sýndu sjávardýpið með ljósör eða neista sem kom fram á sérbúnum kvarða. Þessar gerðir dýptarmæla voru kallaðar neistamælar. Fyrsti sjálfritandi mælirinn sem skráði sjávardýpið var tengdur neista- mæli. Mælirinn var í „Cyrus Field" sem var kapalskip sem sigidi frá New York til Halifax árið 1924 og tók siglingin 62 klukkustundir. Dýpið, ásamt sjávar- botninum, var skráð niður allan tím- ann og var dýpið ritað á faðmaskala. Fyrsti sjálfritandi dýptarmælirinn, sem var settur í íslenskt skip, var settur í farþegaskipið Gullfoss árið 1938. Islenskir fiskimenn voru fljótir að nýta sér tæknina sem fylgdi pappírs- dýptarmælunum en oft var erfitt að greina fisk frá sjávarbotninum. Fisksjár, sem voru ýmist sjálfstæð tæki eða tengdust dýptarmælunum sem voru fyrir hendi, komu fljótlega á markaðinn. I fisksjánni kom sjávar- botninn ásamt fisklóðningunni fram á sérstökum myndlampa (katóðulampa). Með fisksjánni var mun auðveldara að að greina botnlægar fiskilóðningar en lóðningar sem komu fram á pappírs- mæli, en það þurfti stöðugt að fylgjast með lóðningum sem komu fram á myndlampa fisksjárinnar. Fyrir 1960 komu fram dýptarmælar búnir fiskisíu, sem ýmist eru kallaðar hvítlínu- eða grálínumælar eftir því með hvaða hætti fiskisían aðgreinir fisk frá sjávarbotninum. Litadýptarmælarnir sem komu fram eftir 1970 eru án efa mesta byltingin í dýptarmælum og fiskileitartækjum, eins og við þekkjum þau nú, þar sem sjávarbotninn kemur fram í sterkasta lit mælisins en hinar ýmsu fiskilóðn- BENEDIKT meistari, kennari og tækjavörður við Stýrimannaskólann í Reykjavík. ingar koma fram í mismunandi lit eftir styrk endurvarpanna, stærð sundmaga o.fl. Með örtölvutækninni er hægt að ná fram á mælunum öllum þeim upplýs- ingum sem hugsast getur. Stundum virðist sem skotið sé yfir markið, t.d. þar sem farið er að nota dýptarmæla sem ferilskrifara, stýrisvísi ásamt hraðamæli eða siglingatölvu með inn- byggðu siglingakorti. Hér á eftir verður fjallað í stuttu máli um þau grundvallaratriði sem mælarnir byggja á og notendur þessara Sendiorka Þeir sem velja sér dýptarmæli sem er ætlaður til fiskileitar verða að kynna sér sendiorku mælanna og varast að láta selja sér hvað sem er og sitja síðan uppi með fallegan en ónothæfan fiski- mæli vegna ónógrar sendiorku. Sendiorkan er oftast gefin upp sem raunorka, RMS, eða Peak-orka, sem er hámarksgildi orkupúlsins, en P-orkuna má margfalda meb 0,7 til þess að fá raunorku mælisins. T.d.: 1000W P * 0,7 = 700 W RMS. Sendiorka dýptarmæla þeirra báta sem stunda handfærveiöar eða eru á öðrum veiðum á grunnslóð má ekki vera undir 500 W RMS. Senditíðni Senditíðni merkir hvað margar sveiflur berast frá botnstykkinu á hverri sek. Ein sveifla á sekúndu kallast eitt rið = 1 Hz. Þúsund sveiflur á sek- úndu kallast eitt kílórið = lKHz. Hljóðbylgjur með hárri tíðni berast ekki eins langt í vatni eins og hljóð- bylgjur með hinum lægri tíðnum. Dýptarmælar, sem ætlað er að lóða á mjög miklu sjávardýpi, hafa lága senditíðni, allt niður að 20 KHz, en mælar, sem ætlað er að lóða á grunnu vatni eða í ferskvatni, hafa háa tíðni, allt að 400 KHz. Algengt tíðnisvið dýptarmæla sem ætlað er að sýna fiski- lóðningar á um 100 metra djúpu vatni og meira er frá 28 til 50 KHz. Ráðlagt er ab vera ekki með hærri senditíðni en 50 KHz. Margar tegundir hinna nýju dýptar- mæla bjóða upp á tvær tíðnir þar sem hægt er samtímis að bera saman myndina á báðum tíðnum. Misjafnt er hvaða tíðnir eru í boði, það fer allt eft- ir gerð mælanna og til hverra nota þeir eru ætlaðir. ÆGIR APRÍL 1995 37

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.