Ægir - 01.04.1995, Qupperneq 40
mæla. Gerðar voru kröfur um að mæl-
arnir sem kynntir eru standist kröfur
notenda um sendiorku og senditíðni.
Það mun því óhætt að mæla með sér-
hverjum þessara mæla sem sagt er frá í
þessari grein.
FURUNO FCV-581
Mælirinn er búinn 8" myndskjá.
Val er á milli 8 eða 16 lita sem gefa
til kynna styrk hinna mismunandi
endurvarpa.
Hægt er að velja á milli 8 fjarlægðar-
sviða.
Minnsta fjarlægðarsvið er 5 metrar
en lengsta sviðið er 500 metrar.
Bakgrunnur skjámyndarinnar getur
verið ljósblár, dökkblár og svartur eftir
mismunandi dagsbirtu eða næturmyd.
Púlslengd og sendingarhraði fylgja
fjarlægðarsviði mælisins.
Hægt er að velja 6 mismunandi
skjámyndir:
1. Venjuleg mynd. Botn ásamt dýpis-
upplýsingum.
2. Færanleg stækkun. Skjánum er skipt
í tvær hliðstæðar myndir, hægt er
að velja stækkunarsvið hvar sem er
upp í sjó, stækkunin í sviðinu kem-
ur fram við hliðina á venjulegu
myndinni.
3. Botnstækkun. Hér er stækkunin niö-
ur við botn, en botnlagið í stækkun-
inni fylgir raunverulega botninum.
Botninn færist sjálfvirkt þegar sjáv-
arbotninn færist til vegna mismun-
andi dýpis.
4. Botnlæsing. Botnstækkunin kemur
neðst á myndskjánum og botnlagið
í stækkuninni er bein lína þrátt fyrir
að botndýpið breytist.
5. Fisksjá. Myndinni er skipt í þrennt,
til hægri á skjánum er fisksjáin, í
miðju er venjuleg mynd og til
vinstri er botnstækkunin.
6. Siglingaupplýsingar. Hægt er aö fá
siglingaupplýsingar á skjá mælisins.
Upplýsingarnar eru: Hraðamælir,
dýpi í tölum, stefna í næsta leiðar-
punkt, eigin stefna, frávik, mælir
sem sýnir frávikið, eigin stað, sjávar-
hiti o.m.fl.
Hægt er aö fá við mælinn botn-
stykki fyrir sigldan hraða og sjávarhita.
Hægt er að tengja inn á mælinn
GPS og hin ýmsu tæki með NMEA-
0183.
Mælirinn getur gefið frá sér upplýs-
ingar til annara tækja; dýpi, sjávarhita
og sigldan hraða.
Sendiorka: 500W rms.
Senditíðni: 50 KHz.
Skjáupplýsingar og valseðill mælis-
ins eru á íslensku. Leiðarvísir er á ís-
lensku.
FURUNO FCV-581 kostar 136.000
kr. með 1000W botnstykki.
FURUNO FCV-281 með 10" skjá
kostar 150.000 kr. með botnstykki.
Sölu- og þjónustuumboð er Brimrún
hf., Hólmaslóð 4, Reykjavík.
RAYTHEON V 850
Mælirinn er búinn 8" myndskjá.
Val er á milli 8 eöa 16 lita sem gefa
til kynna styrk hinna mismunandi
endurvarpa.
Mælirinn hefur fimm fjarlægðar-
sviö. Sviðskiptingin er ýmist handvirk
eöa sjálfvirk.
Minnsta fjarlægðarsvið er 5 metrar
en lengsta sviðið er 2500 metrar.
Móttökustyrkur getur verið ýmist
sjálf- eða handstilltur.
Mælirinn er búinn sjálfvirkum trufl-
anadeyfi til að deyfa út truflanir frá
öðrum mælum sem hafa sömu sendi-
tíðni.
Mælirinn getur gefið frá sér 9 mis-
munandi aðvaranir.
Hægt er að velja 6 mismunandi
skjámyndir:
1. Venjuleg mynd. Botn kemur fram
ásamt dýpisupplýsingum.
2. Færanleg stækkun. Skjánum er skipt
í tvær hliðstæðar myndir. Hægt er
að velja stækkunarsvið hvar sem er
upp í sjó. Stækkunin í sviöinu kem-
ur fram vinstra megin við venjulegu
myndina.
3. Botnlæsing. Botnstækkunin er til
hliðar við venjulegu myndina.
Botnlagið í stækkunni er bein lína
þrátt fyrir að sjávarbotninn sé ójafn.
4. Fisksjá. Myndinni er skipt í þrennt,
til hægri á skjánum er fisksjáin, í
miðju er venjuleg mynd og til
vinstri er botnstækkunin.
5. Siglingaupplýsingar. Hægt er að fá
upplýsingar um siglinguna á skjá
mælisins. Upplýsingarnar eru:
Hraðamælir, dýpi í tölum, miðun í
næsta leiðarpunkt, staður skipsins,
frávik frá stefnu, sjávarhiti o.fl.
6. Ferilskrifari (plott) kemur á 4/5 af
skjánum en dýpið kemur á ræmu til
hægri. Ferilskrifarinn sýnir feril
skipsins, stefnu og hraða ásamt leið-
arpunktinum sem siglt er í áttina til.
Á skjánum er kvarði sem sýnir ná-
kvæma hitabreytingu sjávar.
Við mælinn er hægt er að tengja
GPS og hin ýmsu tæki með NMEA-
0183.
Mælirinn getur gefið frá sér upplýs-
ingar til annarra tækja; dýpi, sjávarhita
og sigldan hraða.
Sendiorka: 500W rms.
Senditíðni: Tvær tíðnir, 50 og 200
KHz.
40 ÆGIR APRÍL 1995