Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 18
Lúðvík Kristjánsson og Islenskir sjávarhættir Lúbvík Kristjánsson er efalítib sá núlifandi manna sem kunnugastur er sjávarútvegi og sjósókn á íslandi og fyrri tíb. Hvert mannsbarn á landinu þekkir þrekvirki hans, ís- lenska sjávarhætti, sem komu út hjá Menningarsjóbi á ár- unum 1980 til 1986. Lúbvík er nátengdur sögu Ægis, riti Fiskifélags íslands, þar sem hann var ritstjóri þess í 17 ár, frá 1937 til 1954. Lúbvík fæddist 1911 en er enn vib góba heilsu og man glöggt hvernig þab atvikabist ab hann var rábinn ritstjóri Ægis. „Þab atvikabist þannig ab Kristján Bergsson, sem var forseti Fiskifélagsins, hafbi samband vib mig í nóvember 1936 og falabist eftir mér til starfa vib ritstjórn Ægis. Ég féllst á þab og tók til starfa í janúar 1937. Þetta var hlutastarf, náði því ekki að vera hálft starf. Mín vinnuaðstaða var niðri í Fiskifélagshúsi en blaðið kom út einu sinni í mánuði." Fræðimaður í ritstjórastól Lúðvík hafði þegar þetta var getið sér nokkurt orö sem fræðimaður á sviði sjávarútvegs með birtingu nokkurra greina í Lesbók Morgunblaðsins sem fjölluðu um sögu fornra ver- stöðva á Snæfellsnesi. Voru aflatölur eins ríkur þáttur í efni blaðsins þá eins og nú? „Það var ekki nándarnærri eins mikið af því eins og varð seinna. Ég viðaði að mér efni víös vegar að og byrjaði með ab ná í samtöl við menn hingað og þangað en þaö hafði verið lítið um það áður. Ég lagði aukna áherslu á að birta þýddar greinar úr erlendum blöðum um ýmis efni. Mér gekk hins vegar stundum illa að fá menn til að skrifa í blaðið. Ég hefði viljað að blaðið næði til fleiri og menn yrðu viljugri að skrifa í það. En ég átti hauka í horni þar sem voru vísindamennirn- ir Árni Friöriksson fiskifræðingur og Þórður Þorbjarnarson á rannsóknastofu Fiskifélagins. Þeir voru báðir mjög duglegir að skrifa greinar vísindalegs eðlis sem ég lagði talsverða áherslu á að hafa í blaðinu. Erindrekar Fiskifélagsins úti á landi sendu reglulega fréttir af því sem var að gerast á þeirra slóðum." Lúðvík kenndi íslensku á vélstjóranámskeiðum Fiskifélags- ins frá 1938 til 1960. Hann útskrifaðist sem kennari 1932 og sinnti um árabil kennslu við Miðbæjarskólann eða allt til 1944 þegar hann sneri sér í auknum mæli að ritstörfum. Lúðvík hafði alveg frjálsar hendur um efnisval í blaðið og byrjaði fljótlega á því að skrifa leiðara í blaðið. En hvemig var staða blaðsins þegar hann tók við því? „Sveinbjörn Egilson hafði verið ritstjóri um alllangt skeiö en hann var landskunnur maður og hafði mikla reynslu sem sjómaður og farmaður. Hann hafði hins vegar ekki mikil tengsl út á land og viðtöl voru fátíð í blaðinu í hans tíð. Skrifstofa Fiskifélagsins sá algjörlega um dreifingu blaðsins og umboðsmenn þess úti á landi sáu um að safna áskrifend- um og þess háttar." Þegar Lúðvík hóf störf við blaðið var sjávarútvegurinn í mikilli lægð. Kreppa var í atvinnulífi landsmanna og sjávarút- vegurinn fór ekki varhluta af því, sérstaklega stób útgerð tog- ara höllum fæti. Þetta voru mikil kreppuár. Á stríðsárunum og fyrstu árin eftir rétti allt þjóðlífið úr kútnum og þá tóku við veltiár með nýsköpun og meiri upp- byggingu en áður haföi sést. Verkahringur Lúðvíks tók til fleiri þátta við útgáfuna en nú tíðkast mebal blaðamanna og ritstjóra. Hann tók þátt upp- setningu blaðsins, prófarkalestri og fylgdi því gegnum prent- smiðju. „Blaðið var alltaf sett og prentað í Gutenberg. Fyrstu árin sem ég var með blaðið sá Friðfinnur Guðjónsson leikari og prentari um ab setja það en síðar tók Grímur Engilberts, bróð- ir Jóns Engilberts málara, við því. Hann var síðar þekktur sem ritstjóri Æskunnar." Þetta var á tímum handsetningar í blýi og því var brýnt að sami maðurinn kæmi jafnan ab setningu hvers blaðs og þekkti útlit þess og kröfur þeirra sem gáfu þab út. Alinn upp við sjósókn Lúbvík er fæddur í Stykkishólmi og alinn þar upp við sjó- 18 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.