Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 48

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 48
var unniö að rann- sóknum á árstíða- breytingum bæði í þorski og kræklingi. Um klórlífræn efni má segja að þar koma upp ný vanda- mál. Það á við um flokk efna sem kall- ast toxafen og tók við af skordýraeitr- inu DDT í kringum 1970. Vandinn er sá aö það er ekki einfalt mál að afla upplýs- inga um mengun af völdum toxafens. Þetta er flókin súpa af efnum sem erfitt er að greina sundur og oft í mjög lágum styrk. Efnagreining- artæknin er þarna flókið og erfitt vandamál sem er þó er hægt að ráða við." Blýmengun hefur fariö minnkandi Erum við sem búum á norðurhveli jarðar ekki varnarlaus gegn mengun sem berst með ýmsum leiðum til okkar og safnast fyrir á norðurhveli eins og þessi toxafen-mengun og PCB-efnin? „Það hefur náðst samkomulag um að hætta notkun á PCB. Það er hins vegar afar erfitt ab eiga við efni sem berast um loftveg. Blý t.d. finnst í meira magni hér í Noröur-Atlantshafi en í Norður-Kyrrahafi því það berst hingab með loftstraum- um. Blýbensín hefur verið stærsta uppspretta blýmengunar en notkun þess hefur farið minnkandi. Blý er eitt þeirra efna sem er afar erfitt að greina í sjó. Það má segja að vegna framfara í mælingartækni séu allar niður- stöður um blý eldri en frá 1980 ónothæfar og sama á við um mörg önnur efni. " Eru íslendingar vel búnir á þessu sviði? „Hvað blý varðar höfum vib grundvallartækjabúnað sem dugar en leggja þarf vinnu í aðferðafræðina við mælingarnar. Þetta er ekki eins og ab hægt sé aö setja sjósýni í tækið og fá niðurstöður eftir fimm mínútur. Eitt stærsta viðfangsefnið í alþjóblegum verkefnum er hvernig eigi að mæla hlutina og tryggja aö niðurstöður frá ólikum þjóðum séu sambærilegar. Það hafa heilu verkefnin á sviði mengunarmælinga farið meira og minna í vaskinn vegna þess að mælingar þátttökuþjóðanna voru ekki sam- bærilegar. Þetta getur þýtt að mengun í sjó mælist aöeins á þeim svæðum þar sem ástandið er svo slæmt að mælingarn- ar verða óyggjandi. En þekking á út- breiðslu og magni mengandi efna í sjó og lífríki sjávar hefur batnað vegna fram- fara hjá tækjafram- leiðendum og vegna þess að margir mjög hæfir efnafræðingar hafa komið fram með nýjar abferðir og ný vinnubrögö." Okkar mælingar í hæsta gæðaflokki íslendingar hafa um nokkurt skeið verið þátttakendur í al- þjóðlegu verkefni sem lýtur að gæðastjórnun í vöktun sjávar. Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskibnaðar- ins eru þátttakendur í verkefninu. í stórum dráttum fer verk- efnið þannig fram að sams konar sýni em send tii allra rann- sóknastofanna og niðurstöðurnar eru síðan bornar saman. Hvernig hafa íslendingar stabið sig? „Við höfum lengi unnib eftir viðurkenndum aðferðum á þessu sviði. Til dæmis eru PCB-mælingar sem gerðar eru á Rannsóknastofnun fiskiðnabarins í hæsta gæðaflokki." Nú lýsir þú ástandinu þannig að hluti hættulegrar meng- unar séu efni sem safnast fyrir á norðurhveli jaröar og eru komin frá þjóðum sem búa yfir ófullkomnu eftirliti á þessu sviöi. Gerir ólikt viðhorf þjóða forvarnir á þessu sviði ekki erf- iðar? „Jú, þaö getur verið mjög erfitt. Sumar þjóðir geta þess vegna verið að framleiða og nota DDT og slík efni án þess að vib vitum það. En vib veröum að vera á verði áfram þó verk- efniö virðist flókið. Það er afar mikilvægt að niðurstöbur rannsókna séu áreið- anlegar því þær verða grundvöllur að mati á ástandi umhverf- isins. Því má ekki slaka á klónni í kröfum til gæða mælinga á sýnum úr sjó, fersku vatni, lífríki eða lofti. Starf á vegum fyrrnefndra alþjóblegra sáttmála felst einnig í samantekt á niburstöðum á svæðum sáttmálanna, þar meb talin hafsvæöi bæbi sunnan íslands og nörðan. Þessar ástandsskýrslur verða birtar á næstu árum og að þeim veröur ab vinna á markvissan hátt og gæta þess ab þær verði byggð- ar á traustum gögnum." □ l/Sk | Ólafsson, haffræðingur á Hafrannsóknastofnun, telur að U V/11 þrátt fyrir áróður sé umgengni sjómanna um hafið enn veru- lega ábótavant. Rusl safnast á fjörur og veldur skaða í lífríkinu. „Netadræsur og annað slíkt er afar hættulegt siglingum og drepur fugl og fisk.“ 48 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.