Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 5
„Þeir sögöu í ráðuneytinu að þeir færu nú ekki að láta einn mann eyði- leggja kvótakerfið en ég hafði það nú samt í gegn á þrjóskunni," sagði Jón í samtali við Ægi í kaffistofu fyrirtækisins sem er til húsa við Ægisgarð. Fiskhöllin, sem var ein frægasta fiskbúð í Reykja- vík, var þar áður og stór hluti bókhalds- ins liggur enn á háaloftinu. Þetta hús- næði er nú eign Jóns og hýsir lítiö en al- hliða fiskvinnslufyrirtæki hans. Jón er að koma úr grásleppuróðri ásamt Krist- jáni Ström Jónssyni háseta sínum. Af- rakstur dagsins er hálftunna af hrogn- um, nokkrir svartfuglar og selkópur. Allt er hirt því allt er einhvers virði. „Þeir sem henda fiski henda pening- um. Það er hægt ab gera sér mat eða verðmæti úr öllu sem sjórinn gefur og það væri geöveiki að henda því frá sér og ég tek ekki þátt í því. Dauðblóðgaður netafiskur, sem menn eru einkum sagð- ir henda, gefur 400 krónur á kílóið upp úr saltinu. Annars fer ég að hætta þessu grá- sleppuskaki í bili. Það er steinhætt að veiðast." Þó Jón vinni allt sitt sjávarfang sjálfur þá lœhir hann nœgja að salta grásleppu- hrognin og selur þau svo áfram til Vignis Jónssonar á Akranesi sem leggur þau nið- ur. Hrognin eru brimsölt en bragðgóð beint úr tunnunni og Jón segir að mörg- um finnist þetta kjarngóður matur. Úti í liorni dormar hálfkœst skata í tunnu og bíður valdra viðskiptavina með haustinu. Jón kaupir skötuna á fiskmörkuðum en reynir að veiða eins mikið afhenni sjálf- ur og hann getur og leggur stórlúðunet fyrir hana á völdum miðum. Gæti selt miklu meira En ýsan flökuð og fryst er bakfiskur- inn í famleiðslu fyrirtœkisins og sú fsk- tegund sem Jón sœkist fyrst og femst ef- ir. Hann segist aðeins selja ýsuna til góðra viðskiptavina og segist að hœtti góðra fisksala helst ekki vilja gefa það upp hvefir séu hans stœrstu „kúnnar" en nefiir t.d. Landsvirkjun. „Ég gæti selt miklu meira en ég vil bara selja það sem ég veiði sjálfur. Stundum hef ég þurft að fara á markaö- inn og þá stendur ekki á kvörtunum og spurningum um hvar ég hafi eiginlega fengið þennan fisk. Mínir „kúnnar" hafa flestir skipt við mig síðan ég byrj- aði á þessu og það eru að mínu viti bestu meömælin." Þó fyrirtœkið sé smátt er famleiðslan í rauninni fölbreytt og allt sem sjórinn gefir er nýtt. „Það þýbir ekki annað en að nýta alia möguieika. Maður má ekki hafa öll egg- in í sömu körfu. Þeir sem einskorða sig við eitt, þeir fara flatt. Þetta vita allir sem eitthvað hugsa." Konan og synirnir þrír Fiskverkun Jóns er alfarið fölskyldu- fyrirtœki. Hann og kona hans, Guðriin Gunnarsdóttir, hjálpast að við vinnsluna í landi en Jón er yfrleitt með einn háseta með sér. Þau hjónin eiga þrjá syni sem allir hafa róið árum saman með fóður sínum en hafa nú fullmenntað sig til annarra starfa og koma aðeins í ígripa- vinnu hjá karli fóður sínum. Þeir eni Sig- urður Sveinn, jarðfœðingur og hellaskoð- ari, Guðmundur, sem er yfirmatreiðslu- maður á Grund, og Gunnar Páll, sem er að Ijúka próf í matvœlafœði og vinnur á Rannsóknastofhun fiskiðnaðarins. Sindri RE hafði í upphaf þessa fisk- veiðiárs rúmlega 43 þorskígildistonn í veiðiheimildum en Jón segir að þau séu orðin rúmlega 50 eftir að hann hefur keypt nokkuð af varanlegum ýsukvóta. Þegar kvótakerfið var sett á í upphaf hafði Sindri um 90 þorskígiidistonna kvóta svo augljóst er að samdrátturinn er verulegur. Mér var refsað „Mér var í rauninni refsað fyrir ab vilja bjarga mér og vinna meiri verð- mæti úr mínum afla. Arin sem ég var að byrja að verka sjálfur og veiddi þar af leiðandi minna voru einmitt notuð sem viðmiðunarár. Þess vegna fékk ég svo lítinn kvóta sem raun bar vitni. Þar fyrir utan þá var ég einn þeirra sem seldi fisksölum mikið af ýsu og við sem gerðum þab urðum illa fyrir barð- ÆGIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.