Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 46

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 46
Mælingar eldri en 1980 ónýtar „Þetta starf á sér nokkurn aðdraganda og mælingar hófust 1990 og árið 1992 kom áfangaskýrsla. Síðan bættist við mikið af gögnum varðandi mengun af völdunt PCB- efna og staða þeirra mála skýrðist mikið. Þannig var ekkert í lokaniðurstöðum sem kom sérstaklega á óvart," sagði Jón Ólafsson haf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem sæti átti í verkefnisstjórn, í samtali við Ægi. Hvaða efni eru það sem helst valda aukn- ingu næringarsalta í sjó? „Umræðan um næringarsölt hefur verið nokkuð neikvæð. Þau hafa verið tengd þör- ungablóma og vondum afleiðingum þeirra á strandsvæðum sem eru menguð, t.d. Skagerrak, Kattegat, Eystrasalti og suðurhluta Norðursjávar. Þessi svæði taka við afar miklu afrennsli af fersku vatni af þéttbyggðum iðn- væddum svæðum. Uppruni næringarsaltanna er einkum af tvennum toga. Annars vegar vegna notkunar tilbúins áburðar í landbúnaði og hins vegar skólprennslis frá mannabyggð. Næringasölt eru einkum fosfór og köfnunar- efnissambönd. Auðgun næringarsalta getur náð hámarki við sérstakar aðstæður, t.d. í miklum leysingum. Þannig óx styrkur þeirra mjög í kjölfar flóðanna í Norður-Evrópu í febrúar sl. I þessum innhöfum er sjórinn mjög lag- skiptur og blöndun lítil milli yfirborðs og botns. Ofauðgun næringarsalta veldur þör- ungablóma, leifar dauðra þörunga sökkva og rotnun þeirra krefst súrefnis. Því er hætta á því að sjórinn verði súrefnissnauður við botn. Hér við land giidir öðru máli. Við höfum ekki séð neikvæð áhrif næringasalta sem tengjast notkun tilbúins áburðar eða frá- rennsli. Landbúnaður er tiltölulega lítill og dreifður um landið auk þess sem blöndun við strendur landsins er mjög mikil vegna vinda og faliastrauma. Hér er t.d. miklu meiri mun- ur flóðs og fjöru en í Eystrasalti. Jafnvel hér, innarlega í Faxaflóa, er ekki að merkja neina verulega aukningu næringar- salta þó þetta sé nánast eina svæði landsins þar sem þess væri að vænta." Má vænta þess að notkun tilbúins áburðar hafi ekki aukist í landinu vegna samdráttar í landbúnaði? segir Jón Ólafsson haffræðingur Umgengni um hafið ekki nógu góð „Ég hef ekki séð tölur um það en mér finnst það mjög sennilegt." Umgengni er enn ábóta- vant I skýrslunni segir að „ekki séu mörg dæmi þess að ákoma næringarsalta hafi valdið mengun". Hver voru einkum þessi tilfelli? „Til skamms tíma var al- gengt að frárennsli lægi skammt niður ab fjöru- borði og við slíkar lagnir mátti einatt greina merki mengunar." í ljósi þess hve mikil- vægt er fyrir Islendinga að varðveita hreinleika sjávarins við strendur landsins, er nóg ab gert? „Ástandið hefur farið batnandi. Við þurfum að geta sagt að við þekkjum ástandið á fiski- mibunum umhverfis landið, við þurfum að geta sagt að við þekkjum styrk ýmissa meng- andi efna í afurðum okkar. Þessum málum hefur fleygt fram. Hitt er annað mál að sumt í umgengni okk- ar um hafið er ekki í nógu góðu ástandi. Rusl sem hent er í hafið af skipum berst á fjömr og er verulegt lýti. Tilkoma sorppressa um borð í fjölda skipa og átak LÍÚ í þessum efnum var af hinu góba en þessu hefði þó mátt fylgja betur eftir. Margt af þessu, netadræsur og slíkt, er afar hættulegt siglingum og drepur fugl og fisk. Áróðri og fræðslu um þessi efni þarf að koma á framfæri með lagni svo menn verði ekki strax leiðir." Þó sú skýrsla sem nú liggur fyrir sé merkt Lokaskýrsla, verður ekki áfram fylgst með ástandi hafsins vib strendur landsins? „í þessu verkefni fólst mebal annars þátt- taka okkar í alþjóblegu samstarfi. ísland er að- ili að sáttmálum um varnir gegn mengun sjávar sem kenndir eru við Osló og París og einnig að svokölluðu AMAP-verkefni um verndun norðurslóða sem kennt er við Rovaniemi. í AMAP-verkefninu verður auk sjávar kannað ástand ferskvatns, þurrlendis og lofts. í báðum þessum sáttmálum er gert ráð fyrir að þátttökuþjóðirnar safni ákveðnum upplýsingum og skili þeim inn í gagnabanka. Þetta starf hefur miðast við að uppfylla skyld- ur okkar og því verður haldið áfram að safna gögnum og fylgst með mengun sjávar." Væri ástæða til þess að fylgjast betur með þessu en gert er? „Það eru ákveðnir þættir sem stöðugt þarf nýjar upplýsingar um. Það er stöðugt verið að endurnýja mælingar og safna í upplýsinga- banka. Þannig er t.d. safnað sýnum úr þorski og kola í hverju togararalli. Þungmálmar t.d. eru náttúrleg frumefni og eðlilegt að ákveðið magn þeirra mælist í fiski. Hins vegar hefur verið lítið vitab um hvernig magn efnanna í t.d. fisklifur er breytilegt eftir árstímum og ástandi fisksins. Á síðastliðnu ári 46 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.