Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 11
tunglastaðsetningu í staðinn. Það var nokkuð flókin vinna en það er alveg hægt." Hvað er skylt með Björku Guðmundsdóttur og fisk- veiðitölvum Það má segja að í þessu verkefni Guðlaugs mætist tvær ólíkar atvinnugreinar sem báðar henta vel til útflutnings. Þetta eru fiskveiöar annars vegar og dægurtónlist hins vegar. Guðlaugur er einn meðhöfunda Bjarkar Guðmundsdóttur á metsöluplötu hennar Debut og stefgjöld af því verkefni hafa komið sér vel við tímafrekt grúskið við plotterþýðingamar. „Það er engin spurning að þetta getur verið útflutnings- vara. Við vitum um mörg tilfelli þar sem skip eru með tvö sett af tækjum í brúnni, eldri og yngri, beinlínis vegna þess aö ekki hefur verið hægt að flytja upplýsingar á milli," segir Reynir. Áhuginn fyrir hendi „Þetta er ekki séríslenskt vandamál. Skipstjórar um allan heim hafa verið að bíða eftir lausn eins og þessari. Við vit- um hins vegar iítið um undirtektir því þetta er glænýtt á markaðnum og hefur lítið sem ekkert verið kynnt ennþá. Við erum hins vegar þegar búnir að leysa svona verkefni fyrir nokkur íslensk skip. Það spyrst fljótt út að þetta sé hægt og á- huginn sem við verðum varir við sýnir glöggt þörfina." Með því að nýta sér þessa aðferð til gagnaflutninga geta útgerðarmenn sparað sér verulegt fé auk þess að halda áfram að nýta eldri ómetanlegar upplýsingar. „Það þarf varla að taka fram að við heitum viðskiptavin- um okkar algjörum trúnaði," segir Reynir en í plotternum eru einatt fólgnar verðmætar upplýsingar um veiði- slóðir og góða veiðistaði. Oft eru þetta upplýsingar sem eru á fárra vitorði og stundum er það aðeins einn skipstjóri sem lumar á leyndarmáium. Þess vegna þarf að gæta fyllstu leyndar. Flytur skipstjóra inn í nútímann „Það má segja að með þessum gagnafiutningum geti skipstjórar flutt sjálfa sig inn í nútímann." Með því aö taka upplýsingar úr plotternum og færa á tölvutækt form gefst líka færi á að skoða þær í hvaða tölvu sem er. Þannig geta skipstjórar verið með veiði- slóðirnar í sinni heimilistölvu og lagt á ráðin um feng- sæla veiðiferð þegar þeir eru í fríi. IceMac er fimm ára gamalt fyrirtæki sem hefur einkum selt nýjar og notaðar fiskvinnsluvélar og tæki. Einnig hefur fyrirtækið selt færanleg frystihús í gám- um sem farið hafa víða um heim. Fyrirtækið hefur unnið nokkuð að ýmissi nýsköpun í samvinnu við fleiri uppfinningamenn og Reynir Arngrímsson segir að draumur þeirra sé að setja upp nokkurs konar vinnustofu fyrir uppfinningamenn þar sem þeir fengju tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. En það bíþur betri tíma. □ MITSUBISHI RAFSTÖÐVAR MITSUBISHI diesel- vélarnar taka mun minna pláss en flestar aörar vélar- tegundir, sé miðaö við afköst þeirra. SPARNEYTINN OG TRAUSTUR AFLGJAFI MDVÉLAR HF. HVALEYRARBRAUT 32 • PÓSTHÓLF 209 • 222 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565-0020 • TELEFAX: 565-0022 BARKIHF. NYBYLAVEGI 22 • 200 KOPAVOGI SÍMI: 554 6499 • FAX: 554 6401 / 554 2285 SJÓKRANAR LANDKRANAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.