Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 6
IAM Oir'l IDnCCnKI skipstjóri, útgerðarmaðurog UUIl OluUnUOOUIl fiskverkandi nýkominn úr róðri ásamt háseta sínum, Kristjáni Ström Jónssyni. Jón segir m.a.: „Þeir sem henda fiski henda peningum. Það er hægt að gera sér mat eða verðmæti úr öllu sem sjórinn gefur.“ inu á kvótakerfinu því það var einhver misbrestur á því að skýrslur frá þeim skil- uðu sér. Ég skilaði alltaf öllum skýrslum til Fiskifélagsins yfir það sem ég verkaði sjálfur en það er kaupandinn sem á að gera það svo ég skilaöi ekki skýrslum yfir það sem fisksal- arnir keyptu." Jón segist ekki hafa mikinn álmga á þorskveiðum og skipt- ir miklu af sínum kvóta úr þorski yfir í ýsu og það sama á við um ýmsar tegund- ir eins og grálúðu og karfa sem Jón fékk út- hlutað úr Þróunarsjóði og er skipt yfir í ýsu. „Ég ætla ekki að kaupa meiri kvóta. Þetta er alltof dýrt." Skagamaður í húð og hár Jón er fœddur 6. nóvember 1937 á Akranesi og alinn þar upp við sjósókn. Foreldrar Itans voru Sigurður Einvarðsson sjómaður og Sigríður Jónsdóttir frá Flaukastöðum í Garði. Hann fór í Stýri- mannaskólann 1957-1958 og aftur 1964-1965 og var stýrimaður á ýmsum bátum frá Akranesi, svo sem Sigurvon og Skínti og fleiri bátum, einkum á síldveið- um. Þegar síldin brást 1967-1968 flutti Jón til Reykjavtkttr, hœtti til sjós og fór að vinna sem rannsóknamaður á Haf- rannsóknastofmm ttndir stjórn Jakobs Jakobssonar og Hjálmars Vilhjálmsson- ar. Þar vann hann alls í 10 ár. „Það gat auðvitað enginn lifað á þessu. Menn urðu að vera sterkefnaðir og gefa með sér til þess að geta unnið svona hjá ríkinu." Fljótlega tóku Jón og félagi hans og vinttr Birgir Halldórsson, sem þá vann einnig hjá Hafró, höndum saman og keyptu saman lítinn bát og fórtt að gera út á gráslepptt. Fleytan átti sér merka sögu því þarna var kominn nótabassa- bátur afþví frœga síldarskipi Víði. Skip- ið var skírt Sigtirðttr Víðir, annars vegar eftir aflaskipimi og hins vegar eftir Sig- urði Magnússyni, skipstjóra á Víði, sem seldi þeim bátinn. Nœstu ár fóm öll vor og öll frí í það að róa til ftskjar og veiða grásleppu og Jón segir að grásleppan haft lagtgrunninn að velgengni sinni. Góð ár hjá Hafró „Ég læröi margt á árununt hjá Haf- rannsóknastofnun. Þegar ég kom þaðan var ég breyttur og betri maður að mörgu leyti og hef búið að því æ síðan. Því ég hafði undirstöðu úr atvinnu- greininni sem ég gat byggt á. Birgir vin- ur minn orðaði þetta nú reyndar þannig að viö hefðum verið svo heppn- ir að vera ekki með háskólapróf og þess vegna gátum við hætt hjá Hafró." Birgir þessi er nú kaupmaður í Kringl- unni og selur búsáhöld og gjafavömr í samnefndri verslun. Hann vann í 18 ár hjá Hafrannsóknastofnun og réð Jón þangað í vinnu. Það var síðan árið 1977 sem Sindri RE 46 var smíðaður og leit þá talsvert öðru vísi út en hann gerir nú. Sindrinn hefur bœði verið lengdur um einn og hálfan metra og byggt algjörlega yfir hann. Jón keypti Sindra einn og sagði jafnframt upp starfi sínu á Hafró og liefur verið sjálfstœður at- vinnurekandi síðan því Birgir sneri sér að verslunarrekstri. Skal aldrei aftur taka lán „Sindri kostaði 17 milljónir. Ég þurfti að fá 10 milljónir að láni. Fyrstu árin eftir verðtrygginguna voru ægileg. Ég man aö eitt árið var verð- bólgan 100% og höf- uðstóllinn lánsins tvöfaldaðist. Alltaf hamaðist ég við aö fiska og fiska og borga. Sumir fóru á hausinn á þessu en ég stóð í skilum. Við áttum enga peninga og fjöl- skyldubíllinn var gulur Moskvits-garm- ur en þaö hafðist að borga þetta upp. Síðan hef ég aldrei tekið lán og skal aldrei gera það. Mér hefur ekki veriö gefið neitt. Þetta er bara vinna og aftur vinna. Það er eina leiðin til þess að eignast eitthvað." Þegar Sindri var lengdur 1987 sótti Jón um láni úr Fiskveiðasjóði enda fannst honum hann eiga tilkall til þess eftir að liafa staðið í skilum með afborg- anir í 10 ár. „Þá sögðust þeir hjá Fiskveiðasjóði ekki lána út á smábáta og skelltu á nefiö á mér. Ég seldi þá bara bílinn í staðinn og sé ekki eftir því." Sindri tók svo aftur stakkaskiptum fyr- ir tveimur árum þegar byggt var yfir hann og Jón segir að þótt hann sé ef til vill kúnstugur í útliti þá sé hann firna- gott sjóskip og hreinasta sjóborg síðan byggt var yfir hann. Siglingamálastofh- un vill þó helst ekki viðurkenna yfirbygg- inguna og þess vegna er Sindri á undan- þágu því svokallað fríborð neðan við lensportin er ekki alveg nógu hátt. „Munurinn er geysilega mikill, sér- staklega á veturna að hafa skjól og öll vinna verður miklu þægilegri og þrifa- 6 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.