Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 22
ISLANDS ALÞINGISMENN Nokkur endurnýjun varö í rööum al- þingismanna í kjölfar kosninga í vor. Ægir vildi fá aö vita hve margir þing- menn heföu reynslu af störfum viö undirstöbuatvinnuveg þjóöarinnar, sjávarútveg eba fiskvinnslu. I þessu skyni flettum við æviágripum þing- manna, sem skráö eru á skrifstofu Al- þingis eftir upplýsingum alþingis- manna sjálfra, og í ljós kom ab tíu karlar og ein kona í hópi þingmanna hafa umtalsveröa reynslu af starfs- greininni. Rétt er aö benda á að sumarvinna í fiski eða afleysingar til sjós á námsárum er ekki talin með hér. Þrír þingmenn komast inn á listann vegna þess aö þeir hafa tengst sjávarút- vegi sem kjörnir fulltrúar þjóöarinnar. Þetta eru tveir sjávarútvegsráöherrar (Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Páls- son) og einn aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra (Finnur Ingólfsson). Því má segja að aðeins átta alþingismenn hafi starfað við sjávarútveg ábur en þeir settust á þing. Af þessum átta störfuðu fimm við stjórnun og/eða á skrifstofu. Aðeins þrír alþingismenn virðast hafa stundað sjómennsku (Guðmundur Hallvarðsson og Kristján Pálsson) og enginn alþingismaður hefur haft at- vinnu af fiskverkun. Umræddir ellefu al- þingismenn koma úr þremur stjórnmála- flokkum, sjö úr Sjálf- stæðisflokki, þrír úr Framsóknarflokki og einn úr Þjóðvaka. Enginn þeirra er úr Norðurlandskjör- dæmunum tveimur, en þeir dreifast nokk- ub jafnt á önnur kjör- dæmi. Lítum nánar á hverjir fylla flokk „Hrafnistumanna" á Alþingi. Fundarsalur Alþingis var ekki þéttsetinn þegar Ijósmyndari Ægis kom þar við til að smella mynd af þingmönnum að störf- um. Aðeins tíu þingmenn voru í salnum, eða álíka margir og hafa reynslu af störfum í sjávarútvegi (sumarvinna ekki meðtalin). Sjó- menn eiga aðeins þrjá fulltrúa á þingi, þá Guðmund Hallvarðsson og Kristján Pálsson í Sjálf- stæðisflokki og Magnús Stefáns- son í Framsóknarflokki. Enginn situr nú á þingi sem hefur haft atvinnu sína af fiskverkun. Fimm af þessum tíu hafa unnið við stjórnun eða á skrifstofu í sjávar- útvegsfyrirtækjum og þrír hafa tengst sjávarútveginum í gegnum þingmennsku, sem ráðherrar og eða aðstoðarmaður ráðherra. Agúst Einarsson Alþingismaður Reyknesinga síðan 1995 fyrir Þjóövaka. Landskjörinn vara- þingmaður (á Suðurlandi) 1978-1979, varaþingmaður Sunnlendinga nóv.-des. 1980 fyrir Alþýbuflokk. Fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöövarinnar í Reykjavík hf. 1977-1990. Prófessor við Háskóla íslands síðan 1990. í stjórn ýmissa sjávarútvegsfyrirtækja og sam- taka. Arnbjörg Sveinsdóttir Alþingismaður Austurlands 1995 fyr- ir Sjálfstæðisflokk. Skrifstofustörf hjá Fiskvinnslunni og Gullbergi hf. 1983- 1990. Skrifstofu- og fjármálastjóri Fisk- ibjunnar Dvergasteins hf. 1990-1995. Einar K(ristinn) Guðfinnsson Alþingismaður Vestfirðinga síðan 1991 fyrir Sjálfstæöisflokk. Varaþing- maður Vestfirðinga apríl-maí 1980, febr. 1984, maí-júní 1985, febr.-mars, apríl-maí 1988, apríl, okt.-nóv. 1989, apríl-maí 1990. Útgerðarstjóri í Bolung- arvík 1983-1991. í stjórn Útvegsmanna- félags Vestfjarða 1983-1988. Fulitrúi á Fiskiþingi síðan 1985. Einar Oddur Kristjánsson Alþingismaður Vest- fjarða 1995 fyrir Sjálf- stæðisflokk. Fram- kvæmdastjóri Fiskiðj- unnar Hjálms hf. frá 1968. Framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Flateyrar frá 1974. í varastjórn SH 1983-1989. Stjórnar- formaður Vélbátaút- gerðarfélags ísfirðinga frá 1984. í stjórn íslax á Nauteyri frá stofn- un. í stjórn Icelandic Freezing Plant Ltd. í Grimsby 1987-1989. 22 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.