Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 38

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 38
sem bendir til þess ab ekki hafi náðst til alls eldri árgangsins þá. Vegna þess hve veður var slæmt meðan á mælingu stóö, loðnan dreifð og mælt á móti göngunni, en allt leiðir þetta til vanmats á stofninum, þurfti að gera umtalsverðar leiðrétting- ar á mælingunni. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir þessum þátt- um gaf mælingin um 786 þús. tonna hrygningarstofn sem svaraði til 340 þús. tonna kvóta til viöbótar því sem þegar var búið að veiða eða um 665 þús. tonna hámarksafla á vertíð- inni allri miðað við venjulegar forsendur um náttúruleg af- föll og 400 þús. tonna hrygningu. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergb loðnunnar í janúar er sýnd á 4. mynd og fjöldi og þyngd eftir aldri eftir leiðréttingu kemur fram í 2. töflu. Jafnumfangsmiklar leiðréttingar og gerbar voru á janúar- mælingunni eru augljóslega óæskilegar þar sem óvissa hlýtur aö vera veruleg í slíkum útreikningum. Það var því ákveðib að gera lokatilraun til að mæla stofninn í febrúar er hann gengi á grunnslóð fyrir Suðausturlandi. Á tímabilinu 2. til 16. febrúar voru rannsóknaskipin við loðnumælingar fyrir Austur- og Suðausturlandi. Fyrstu 10 dagana var lítið hægt að gera vegna veðurs en 11.-14. febrú- ar náðist mæling á loðnugöngunni sem var að ganga inn á grunnkantinn við Suðausturland og 15.-16. febrúar var lítil en abskilin ganga mæld á grunnslóö suðvestan Hornafjarðar. Alls mældust um 765 þús. tonn af hrygningarloðnu sem er mjög svipaö og fékkst í mælingunni í janúar. Töluverður munur er þó á þessum mælingum hvað varðar þyngd loðnunnar. Meðalþyngd hrygningarloðnunnar í febr- úar virðist hafa aukist um 10% á 3 vikum og um 33% síðan í haustmælingunni. Slík þyngdaraukning er ekki raunhæf og verður því að leita annarra skýringa. Mismunurinn á lengdar- dreifingu loðnunnar í haustmælingunni og janúarmæling- unni annars vegar og febrúarmælingunni hins vegar bendir eindregið til þess að inn í febrúarmælinguna vanti að hluta smæstu hrygningarlobnuna. Febrúarmælingin var því leið- rétt með tilliti til þessa. Fengust þá um 925 þús. tonn af hrygningarloðnu sem svaraöi til 490 þús. tonna kvóta til vib- bótar því sem þegar var búið að veiöa eba 850 þús. tonna há- marksafla á vertíðinni allri. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loðnunnar er sýnd á 5. mynd og leiöréttur fjöldi og þyngd eftir aldri kemur fram í 3. töflu Upphafskvótinn sem úthlutað var fyrir loðnuvertíðina 1994/95 var sem áður sagði 950 þús. tonn. Ekki þótti ástæða til aö breyta þeirri kvótaúthlutun þar sem sýnt þótti að afl- inn gæti aldrei orðiö neitt að ráði yfir 850 þús. tonnum þar sem svo skammt var til vertiðarloka. Nánast engin loðnuveiði var í janúar 1995 enda var tíðar- far stirt og loönan dreifb og óveiöanleg. Vetrarveiðin hófst ekki fyrr en um miðjan febrúar er loðn- an fór að ganga á grunnslóð við Suðausturland. Eftir það var mokveiði fram undir 20. mars en þá fór að draga úr veiði. í marslok dofnuðu aflabrögð mjög og var afli tregur seinustu 3 vikur vertíðar. 2. tafla Fjöldi og þyngd loðnu eftir aldri eftir leiðréttingu Árgangur Aldur Meöal- þyngd (g) Fjöldi í milljörbum l'yilgd |)ús. tonn 1993 2 4.3 14.4 62.5 1992 3 18.3 33.6 615.7 1991 4 26.4 6.5 171.5 Samtals 2-4 15.6 54.5 849.7 Þar af kynþroska 2-4 20.4 38.6 786.2 3. tafla Fjöldi og þyngd loðnu eftir aldri í febrúar 1995 Árgangur Aldur Meðal- þyngd (g) Fjöldi í milljörbum Þyngd þús. tonn 1993 2 12.4 2.7 33.2 1992 3 17.0 43.1 730.6 1991 4 26.6 7.9 210.2 Samtals 2-4 18.4 52.9 974.0 Þar af kynþroska 2-4 19.9 46.6 925.0 Alls veiddust 540 þús tonn á vetrarvertíðinni 1995. Heild- araflinn á vertíðinni 1994/95 varö því um 864 þús. tonn og þar af var afli íslendinga um 750 þús. tonn. Um 400 þús. tonn urðu eftir til að hrygna eins og stefnt var að. 3. Vertíðin 1995/1996. 3.1 Mælingar á ókynþroska loðnu. Síðan 1970 hafa verið gerðar árlegar kannanir í ágúst á fjölda og útbreiðslu seiða á íslandsmiðum, þar með taliö loðnuseiða. Varðandi loðnuna virðist ekki vera marktækt samband milli stærðar seiðaárganga og stærðar sömu árganga í veiöistofni síðar. Það er þó augljóst að einhvern lágmarks- 4. mynd. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loðnu í jan. 1995. 38 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.